Nýtt kirkjublað - 15.06.1909, Side 1

Nýtt kirkjublað - 15.06.1909, Side 1
NYTT KIRKJUBLAÐ HALFSMÁKAÐARRIT FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1909. Reykjavík, 15. júni 12. blað Jorgarljóð frd tólftu öld. Ilelóísa kveður yfir moldum Abelarðs. Nunnurnar: Hvíli sætt frá sárum þrauta, sorg og ástum jarðlífsbrauta, dyggur sonur sannleikans, sá er þráði þar til náði lífsins dyrum lausnarans. Stjarna blið í banaleynum brosir vini sálarhreinum; sjálfur var hann ljósa ljós; þess hann nýtur þar til lítur Drottins koma dýrðarhrós. Helóísa: Heill þér kæri, krýndur sigri, kappinn girtur ljóssins vigri; inn til þín með öll mín tár, unaðsfegin eg mig hneigi — ástin beygir bel og fár! Eitt nam yfir okkur ganga, eitt skal lika helið stranga; loks i fögnuð fylgi eg þér! Ljóss að hnossi heims frá krossi, hjartans-vinur, Iyftu mér Nú má enginn ástir meina! Eftir það sem máttum reyna, frjálsan engil festi eg þig! Sektin grætir, baninn bætir bæði fyrir þig og mig. Himinbúar, helgur andi, heyrið, sjá, eg stíg frá landi! þeg, eg heyri yndisóm: Andar gladdir, gleði raddir syngja skært við hörpuhljóm.

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.