Nýtt kirkjublað - 15.06.1909, Page 2

Nýtt kirkjublað - 15.06.1909, Page 2
NÝTT KTjlK.TtjBLAÖ Nunnurnar: Hvílið bæði blítt frá þraulum, böli og ást á jarðlífs brautum, eilíft félag þráðuð þið! Hverfi mæða, heim til hæða, heim í Drottins ljós og frið. M. J. Ijlbelarð og jfelóísa. Á gullöld íslenzku kristninnar, þegar þeir sátu að stólum Gissur Isleifsson og heilagur Jón, var Abelarð uppi, suður á Frakklandi, eitt hið allra skærasta andans ljós í kristinni kirkju. Hann deyr 1142, rúmÍfega sextugur. Abelarð var svo langt á undan sínum tíma, að það stóð eigi til að hann fengi verulegt fylgi. Klerkdómurinn með munklífis bugsjónirnar var að ná beimsvöldunum, og leik- menn voru of sinnulitlir og mentunarsnauðir til að skilja hann. Þegar munkarnir geta yfirstigið hann, færist miðalda- myrkrið yfir með skólaspekinni, sem enn situr að völdum í katólsku kirkjunni, og viða fyrir utan hana. Frægastur er hann fyrir rannsóknarfrelsið, sem var svo alveg einstakt á þeirri öld: Hver mannssál á að byggjasína trú á sjálfstæðri rannsókn og hugsun. Hver verður að fá að móta sér sannfæring sína í fullu frelsi. Lúter tekur síð- an upp hugsanir hans, og heldur uppi því merki, meðan hann enn var ungur og óbilaður og óskemdur af áhyggjum og trúarstælum. Maðurinn trúir ekki beint af því að það er nú svo og svo í biblíunni, heldur af því að maðurinn sjálfur sannfærist um trúar fullgildi þess og þess. Mæliu skynsamleg rök eigi komast að í trúarmálum, væri ómögulegt að bera lil baka villukenningar, eða leiðrétta neitt í trúarefnum. Slíkar voru kenningar Abelarðs.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.