Nýtt kirkjublað - 15.06.1909, Blaðsíða 3
^ NÝTT KíRK.JUBLAÐ 139
Friðþægingarkenningin reikningslega var þá að mótast í
kirkjunni, að sumu nýstárleg og heimfærsla úr réttarfari heiðinna
germanskra þjóða. Þar reis Abelarð á móti: Aherzlan liggur
eigi á fórninui, heldur á hinu, hvernig maðurinn tileinkar sér
guðs kærleika í Jesú Kristi.
Kristur er opinberun guðs kærleika, guðmaðurinn í æðstri
fullkomnun. Endurkærleikurinn bugar syndina og veitir hið
sanna guðsbarna frelsi.
I nánu sambandi við þetta hvortveggja, rannsóknai'frels-
ið og tileinkun Iivors um sig, byggir hann allan siðalærdóm-
inn á dómi samvizkunnar hjá hverjum einum. Skólaspekin,
sem barði kenningar hans niður, er mjög svo skyld bókstafs-
þrældóm vorra tíma, og skólaspekin bjó algerlega í haginn
fyrir hina samvizkulausu siðfræði Jesúítanna.
En niiklu kunnari öllum almenningi verður Abelarð þó
af ástum sínum og raunum.
Hann var orðinn heimsfrægur maður, eins og þá var
hægt að verða frægur. Þar sem hann tók sér vist, var kom-
inn upp háskóli, hvort heldur var í borg eða á mörkum úti.
Aðsóknin var svo mikil. Kennarinn var lærisveinunum alt
annað og margfalt meira þá, í bókleysinu, og samvistirnar
mestan hluta dagsins. Enginn stóð honum snúning í rök-
fræðum. Og stærilætishugurinn óx jöfnum höndum. All var
vitað og rakið. Ekkert varð eftir — til að skoða í skuggsjá
og ráðgátu.
Þá er það að ríkisklerkur ræður hann fertugan fyrir
kennara bróðurdóttur sinnar. Hún var enn ekki tvítug, en
bar af öllum Parísarmeyjum að gáfum og fegurð. Og jafn-
framt átti hún að verða lærðust allra kvenna.
Helóísa hét hún, og óvarlega var þetta ráðið af klerkin-
um, því að „brátt varð meira um kossa en kenningar“, að því
er sagan hermir. Og þá kveður Abelarð fræga mansöngva,
og nafn Helóísu ílaug með þeim um allan heim.
Þau giftust síðan, en Helóisa krafðist þess, að þvi væri
haldið leyndu, til þess að það spilti eigi fyj ir Abelarð í kirkju-
valdastiganum. Hún ætlaði vini sínum páfastólinn. Hann
var í hennar augum allra manna beztur og vitrastur til að
silja þar. Svo eru þeim meinaðar samvistir. Abelarð er sví-
virtur af frændum Helóísu. Hann verður fyrir ofsóknum og