Nýtt kirkjublað - 15.06.1909, Side 4
140
NÝTT KIRKJUBLAÐ
hrakningum, og gerist nú munkur. Eun flykkjast námsmenn
og reglubræður til hans. Helóísa verður líka nunna, og
Abelarð ánafnar henni klaustrið sitt, og þar verðurbún abba-
dís, og varð hún ágæt af stjórn sinni á því klaustri um
langan aldur.
Um hrið var Abelarð ábóti i klaustri á öðrum landsenda
og skiftust þau á ástúðlegum systkina-bréfum, og i viðlögum
sótti hann Helóísu heim i klaustrinu og hélt fyrirlestra fyrir
nunnunum.
Efstu árin tvö þyrmdi alveg yfir Abelarð. Hann varð að
flýja klaustrið sitt, munkarnir reyndu að ráða hann af dög-
um, kirkjufundur og páfi dæmdu hann villumann. Og boðið
var að geyma hann i ströngu klausturvarðhaldi til æfiloka.
Sú vist varð honum þó svo góð sem orðið gat, hjá á-
gætum manni, Pétri ábóta hinum virðulega Klaustrið það
var í námunda við nunnuklaustrið, þar sem Helóísa sat.
Franska stjórnarbyltingin mikla gjörspilti og eyddi hinum
fornu klaustrum, en eftir stendur þó linditréð, sem Abelarð
sat undir öllum stundum. Afhæðinni þeirri eygði hann klaust-
ur ástmeyjar sinnar fornu, og þangað mændi hann. Klaustur-
kroníkan segir það eitt af honum þar, að „hann las og bað
og þagði.“
Helóísa fékk Ieyfi til þess að vinur sinn mætti fá legstað
við klausturkirkjuna hjá sér, og hún festi á kistulokið synda-
kvittunarbréf frá Pétri ábóta. Ilún kveður svo útfararsönginn
yfir vini sínum, sem síra Malthías hefir þýtt svo snildarlega.
Fullum 20 árum síðar andast Helófsa, og h'kami hennar
er látinn í sömu málmkistuna. Allir vilja nú göfga ástina
þeirra. Kistunni þeirra var eigi spilt í stjórnarbyltingunni, og
nokkru síðar var hún flutt til Parísar.
Kistan þeirra er enn til sýnis í kapellu sem stendur þar
í kirkjugarði. Vitringnum mikla og málsnillingnum hafa allir
gleymt, nema fáeinir guðfræðingar. En söguna um ástir þeirra
og raunir kann hvert barnið sem um garðinn gengur. Og
meyjar og sveinar sem fylgt hafa jrangað ástvin til grafar,
fara með nokkuð af grátsveigunum og blómunum til að prýða
með kistuna þeirra Helóísu og Abelarðs.