Nýtt kirkjublað - 15.06.1909, Qupperneq 7
_ _ KYTT KIHKJURLAÐ 143
verður samlíking frelsarans um vínviðinn og greinarnar að
trúarreynslu. Þá kemur hin sæla samkend lífssafans streym-
andi um stofn og greinar.
Hugsaðu um það, kristni vin, hvaða blessun það væri
að mega langa í guðs hús á helgum tíðum. Að þú vissir
það fyrir og fyndir það á þér, að í kirkjunni fengir þú frið
og endurnæring og hvíld og styrk, og að þú færir þaðan
glaðari, með meiri þolinmæði, meiri von og meiri kærleika,
og færari og styrkari til að lifa guðhræddu og dáðríku lifi.
Altaf kallai- fleira og fleira að til að taka upp tíma vorn
og starfskrafta. Verkefnin eru svo mörg og svo góð, sjálfum
oss og niðjum vorum til þroska, andlega og líkarnlega, og
til margskonar félagsheilla. Lífið verður svo ört — og um
leið svo stutt.—Og það verður að halda svo vel á tímanum.
Þessi þysjandi dagverknaðar fer sívaxandi. En þrátt fyrir
hann, — og enda einmitt vegna hans, ætti safnaðar-samkom-
an í kirkjunni að geta orðið kærsti staðurinn ogstundin, sem
endilega þarf að gefa sér tóm til að sækja. Og það beint
af því að sú stundin er arðmest fyrir framsókn lífsins, af því
hún lyftir oss inn í lffsstrauminn — til hans, sem alt er frá
og alt er fyrir og alt streymir til.
Hjáróma.
Jlirðskáldin heita áfram Guðmundur og Þorsteinn, þótt
alt aðrir séu mennirnir. Minnir það eitthvað á hefðarbrag
tiginna heimila — erlendra þó — þar sem vinnukonan heitir
óbreytt áfram hjá frúnni Marja eða Stína, þótt vistaskifti séu
á hverri krossmessu.
Skáldið Þ. E. sætir svo lagi til að koma því að í Ijóði
við vígslu Heilsuhælisins, að í kirkju Krists á jörðinni hafi
aldrei um dagana verið varmi eða von, né 1 jós og birta.
Flestöll blöðin fara með orðin, þar sem verið er að lýsa
blessuninni í hælinu:
„i kirkjunni fyrstu, sem vermist af von
og vígð er þér himinn og dagur.“
Þetta var sungið á Hvítasunnunni, yfir fjórum þúsundum