Nýtt kirkjublað - 15.06.1909, Qupperneq 8

Nýtt kirkjublað - 15.06.1909, Qupperneq 8
144 ^ NÝTT^IRKJtJBLAÍ) saman komnum til að fagna dýrðlegasta mannúðarverkinu, sem unnið hefir verið með íslenzkri þjóð. Fyrir bindast hátíðahaldinu, eða koma þar fram sem ræðumenn, ráðherra, landritari, Iandlæknir. Eg veit að það er mjög fjarri huga þeirra manna að samsinna þessum dómi — hvað þá að láta fara með svona orð við slíka athöfn. Þetta er slys. Þeir sem að stóðu, þessir menn og aðrir í stjórn félagsins, hafa alls eigi séð kvæðið áður, eða litið svo lauslega á það, að þeir hafa eigi tekið eftir þessu. Svo veit ég um þann manninn i félagsstjórninni, er ég benti á þetta. Hann kvaðst hafa handleikið kvæðið áður, en ekki komist lengra í lestrinum en yfir tvö fyrstu erindin. Annar maður í félagsstjórninni reit mér um kveldið: „Eg náði ekki í þig í dag suður frá til þess að segja þér að mér var ami að kirkjusneiðinni í kvæði Þorsleins. Eg sá ekki kvæðið fyr en sungið var........I dag átti sízt heima að amast við kirkju og kristindómi, sem hefir verið höfuðmáttarstoð allrar líknarstarfsemi." Þetta var svo hjáróma við hina fögru vígsluathöfn. Kvæðið er lesið af rétt öllum landsins lýð, ogorðinsæra marga. Og mest verður mönnum um það, að farið skuli með þetta við slíka vígslu. Þetta gæti ef til vill spilt fyrir Heilsuhælinu, en með engu móti má svo fara. Þvi er betra að drepa á þetta, og alþjóð viti, að hér er um óviljaslys að ræða. Prestkosning. Einar prófastur í Kirkjubæ í einu hljóði kosinn prestur að Desjnvmýri. Prestaskólinn. Embættispróf verður ekki í þetta sinn. Einn stúdent var í elzlu deild, og ætlar sér að vera 4. árið á skólanum. Unga ísland 1909, 3.-4. tölublað. Bandaríkjaforsetinn nýi (mynd). — 10 boðorð heilsunnar. — Sunnu- dagskyrð (kvæði). — Washington IV. — Býflugur. — Dagur (kvæði), G. G. — Virkisrústir (kvæði), Fr. Fr. (mynd). — Kartöílur. — Elztu menn. — Smáleikni. — Töfrar o. m. fl. Ráðherraskifti (mynd). — Vormenn (kvæði), G. G. — Býflugur. — Búskaparfólkið. — Dvergar og risar (mynd). — Ormurinn í bláberinu, Z. T. —■ Elztu menn. — Sitl af hverju. — Skrítlur o. m. fl. Ritstj óri: ÞÓRHALLPR BJARNARSON. FélagRprfintsraiOjan.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.