Nýtt kirkjublað - 15.03.1910, Page 4
68
NÝTT KIRKJUBLAÐ
sem rætt er og framfer á safnaðasamkomunum; má þá um
leið sjá, hvað hver einstakur söfnuður — eða félög safn-
aða — hafa fyrir stafni. Þar koma hinar ýmsu starfsnefnd
ir fram og skila skýrslum og álitsmálum; þar eru bornar upp
tillögur, nýmæli, aðfinslur, umkvartanir, vandræði, tilkynt
mannalát, ný fyrirtæki stofnuð, fundarhöld ákveðin, fagnaðar-
samkomur, kirkjuvígslur, prestaskifti eða — vígslur; þar er
og leitað allskonar liknarráða og samskota til styrktar trú-
boðum, fátækum, sjúkum, og ótal margt annað, sem fyrir
kann að koma, svo sem að fá sér valda fræðimenn til að
halda fyrirlestra eða góða prédikara til að stíga í stól þar sem
menn óska — auk þess, sem það er alsiða að prestar em-
bætti hvor fyrir annan.
Þá má og ekki gleyma starfsemi kvennanna, enda nægj-
ir að segja, að þeirra starfsemi og hluttaka i flestum málum
er engu minni en karla. En þó er sumt fremur falið konum
á hendur en körlum, t. d. stofnun líknar-basara, svo og sjúkra-
gæzla, eftirlit með barnauppeldi, og sjúkrahælum fyrir börn
og gamalmenni. Nefndir og verkefni þeirra verður varla töl-
um talið og vekur hina rnestu furðu ókunnugra, sem ekki eru
sliku kirkju- og félagslífi kunnugir. Hin verklega hagsýni og
dugnaður Englendinga má vekja undrun allra þjóða, enda er
stórbæjalífið þar sú veröld og það völundarhús, að slíkt má
íljótt æra hvern einstaks manns heila.
Aldrei læra vorir Iandar, sízt prestsefni vor, verulegt frí-
kirkjulíf að þekkja fyr en jafnóðum og þeir næðu að kynn-
ast ensku frísafnaða lífi.
Því skal enn við bætt, að fríkirkjur láta sig varða ná-
lega öll mannfélagsmál — nema stjórnarsakir; til stjórnar-
mála hlutast þær einungis, þegar mikið er í veði og þær neyð-
ast til.
M. J.
í Nýju Kirkjublaði frá 15. okt. 1909 birtist kafli úr bréfi
frá síra Birni B. Jónssyni i Minneota, forseta Kirkjufelagsins,