Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Page 2

Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Page 2
194 NÝTT KIRKJUBLAÐ Hóladýrðin forna varð í huga mínum sem Ijúfur draum- ur, sem eg að vísu hafði enga von um, að rætast myndi. Þó var sem nýrri birtu brygði yfir Hóla, er þeir fyrir drengilega forgöngu sæmdarmannsins Gunnlögs sál. Briems urðu búnaðarskólasetur Norðurlands fyrir liðugum fjórðungi aldar. Það var ný dagrenning yfir Hólastað eftir meira en 80 ára dimma nótt. Höfuðból norðlenzkrar bændamenningar gátu Hólar oi’ðið á þennan hátt. Mér var það gleðileg tilhugsun og sjálfsagt mörgum Skag- firðingi. Ef til vill ofmikið sagt, að búnaðarskólastofnun á Hólum væri í fullu samræmi við hugsjón Illuga prests, en fjarri henni lá það vissulega ekki, að efla menning og andlegan þroska ís- lenzku bændastéttarinnar. Hvað hafði og Hólaskóli hinn forni verið? Aðalmenningarstöð íslenzkra bænda, þött vígðir væri Hóla- menn flestir til kennimannlegs embættis. Um alla hans daga báru íslenzku prestarnir alþýðumentun vora á herðum sér, þeir voru mentuðustu bændurnir. Að vísu ekki fjölbreytt mentun, en laus við alt tildur og tilgerð, og undir henni stóðu sterkar stoðir fornrar mann- dáðar og menningar. Hólaskóli endurreistur að vísu í nýrri mynd, en með sömu hugsjóninni að baki sér og fram undan sér og áður. Að þessu leyti verður ekki ýkjalangt í sögu Hóla milli þeirra Illuga prests og Gunnlögs Briems. Mér var það hvimleið tillaga um árið, er það kom til mála, að flytja bændaskólann frá Hólum, ef til vildi, á ein- hverja kauptúnsmölina eða í nánd við hana. Sú • ráðstöfun rifjaði upp fyrir mér brutlið á Hólum um næstsíðustu aldamót. En bændaskólinn fekk að standa þar á höfuðbólinu fræga og fagra við hjartarætur Norðurlands. Eg bað biskup minn hafa heiður og þökk fyrir, er hann í fyrra gjörði það heyrinkunnugt, að hann myndi vígja hinn nýja vígslubiskup norðanlands „Heima á Hólum“ og halda þar prestastefnu.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.