Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Síða 3

Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Síða 3
ÍSÍÝTT KTRKJUBLAÐ 195 Það var sannarlegt þjóðræknisbragð að þeirri fyrirætlun, og mætum Norðlendingi samboðið. Onnur biskupsvígslan á Hólum ; hin fyrri framin þar 1797, er Geir góði var vígður af síðasta Hólabiskupi Sigurði Ste- fánssyni, og nafni Geirs átti nú að vígjast þar. Um endurreisn Hólastóls að vísu ekki hér að x-æða, vígslu- biskupsembættið of veigalítið til þess, en officialis „Hólastiftis“ aftur fenginn og í því embætti er að minnast margra hinna mætustu klerka norðanlands. Hvað sem sagt er um vígslubiskupsembættin nýju, þá eiga þau rætur sínar að þessu leyti í kirkjusögu íslenzku kirkjunnar og með þeim í sambandi við heimavígslu hins nú- verandi biskups Yors, er sögulegur og lagalegur slagbrandur settur fyrir það, að íslenzka kirkjan þurfi að sækja vígslu fyrir biskupa sína til Danmerkur. Spor í þá átt er margir íslendingar horfa í. Nú þóttist eg ekki lengur mega fresta því að koma „Heim að Hóluin.“ Förin þangað á prestastefnuna og til biskups- vígslunnar nær því fullráðin i fyrra um þetta leyti. Hálfsextugur maður er vanalega hættur að hlakka til nýrra atburða í hversdagslífinu, og fremur er það kvíði en tilhlökkun, sem eg nú orðið finn til, er eg tekst langferð á hendur frá heimili mínu. En „Heim að Hólum“ hlakkaði eg til að koma. Að sjá æskustöðvarnar, að líkindum í síðasta sinni, átti og nokkurn þátt í þeirri tilhlökkun, en „Heim að Hólum“ var þó aðalerindið. Að lokinni messugjörð á Eyri við Seyðisfjörð sunnudag- inn 3. júlí lagði eg upp í þessa langþráðu ferð. Með Botniu var ferðinni heitið til Sauðárkróks. Mér til mikillar ánægju var biskup með í ferðinni, en ömurlegt var að horfa upp í Hornstrandavíkurnar, snævi þaktar niður í sjó 4. júlí og hugsa til aumingja fólksins, sem þar lifir við því nær algerða sumarleysu eftir þennan óminnanlega harða vetur. Manni sárnar að hugsa til grösugra og gróðurríkra land- flæma í sumum veðursælustu héruðum landsins, sem með lít- illi hjálp mannshandarinnar gætu fætt hundruð og enda þús- undir manna, en vita svo þessar aumingja manneskjur ganga á hólm við nær því opinn dauðann i hinni hörðu baráltu fyrir

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.