Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Qupperneq 8
200
NÝTT KIRKJUBLAÐ
hina þýðingarmestu vígslu, vígslu heilagrar kristilegrar skírnar,
verður að finna það, að honum er skylt að taka verklegan
og verulegan þátt í eflingu guðs ríkis, og að ekki tjáir nein-
um að kasta allri sinni áhyggju í þeim efnum upp á prest-
ana eina, þó að þessir eigi að vera þjónar meðbræðranna
vegna Krists, í fylstum og fegurstum skilningi.
Að svo verði, — að kennimenn og leikmenn takist hönd-
um saman í bróðurlegri samvinnu og breunandi kaudeika
Krists, guðs blessaða ríki til eflingar.
— Það eru vonirnar vorar.
Geymist minning góðra feðra í helgum heiðri í sálum
vorurn. Rætist allar vorar fegurstu kristilegu vonir. Eflist
sannur, lifandi evangeliskur kristindómur hjá vorri þjóð, í
kirkjum og skólum heimilum og hjörtum.
Veri vor Jesús að verki með oss.
Fyrst og síðast biðjum vér:
Guðsríki drotni,
dauðans vald þrotni.
Komi kærleikans tíðir.
Guð gefi því orði sigur, fyrir sinn dýrðlega son, drotlin
vorn Jesú Krist. Amen.
T
a
. . . Eg hefi alstaðar rekið mig á svo ósvikinn fögnuð hér
norðanlands yfir því sem hér á fram að fara í dag. Það er
áreiðanlega annað og meira enn forvitnin ein og augnagaman-
ið, sem safnað hefir saman þessum afarmikla mannfjölda.
Hjartaslögin eru örari. Hlýr andvari leikur um vanga sem
á blíðum vordegi. Og hingað hnígur í dag til vígsluathafnar
þessarar, bæði frá viðstöddum ög fjarstöddum, innilegur sam-
fagnaðarhugur, með óskum og vonum um vaxandi endurreisn
þess sem var, og Norðurland var svo illa og ómaklega svift.
Slíkur mannsöfnuður sem þessi hefir vart verið á Ilólum frá
þvi á 12. eða 13. öld. Aftur lifum við það sem þjóðskáldið