Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Blaðsíða 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ 201 okkar góða kvað um Iöngu liðinn tíma — um upphaf þessa staðar: Kólkið þusti heim að Hólum, kjörtun brunnu sem á Jólum. Aldrei dýrri dagur rann. Og blessaður sé og þessi dagur, sem nú er runninn, og verði bann tímadagur fyrir þjóð vora og kristni. En hvaðan kemur hjörtunum ylurinn í dag? Hvað er hér að elska? Það verður þó seinasta og einasta lifsgildið þegar á herðh- — það sem rnaðurinn elskar. Við samvistir og samvinnu vor prestanna undanfarna daga, hér á Hólum, hefir þessi spurning hvarílað í huga mér, og allra skýrast vaknaði hún, hér inni í kirkjunni, er hugurinn var sérstaklega bundinn við það að vekja upp endurminning- ar og vonir þessa staðar. Hvað er það sem bér er að elska? Undir fótum vorum voru bein biskupanna, sem bér réðu stað, og þeir komu fram i huganum allir, að minsta kosti allir þeir sem nokkur saga fer af, hver með sínum svip og ein- kennum og söguminningum, og eigi gat eg varist þeirri hugs- un, að fár var sá í hinni löngu lest aldanna sjö, sem már fanst að eg gæti elskað. Sá þeirra biskupanna allra er mestan hafði hitann i sál- unni að vinna fyrir guðsríki hér á jörðu, og að mínum skilningi hafði þeirra mest af Jesú Kristi í sér, enda var nefnur „hinn góði“, — hann varð í straumbrotum aldarfarsins spémynd síns tima, og kom óviljandi og óvitandi svo milku illu til leiðar, að eigi gat eg haft verulegan samhug með honum. Jú — stofnandi stólsins tók hug minn fanginn í kærleika eins og hugi feðra minna. Beint get eg ekki sagt hið sama um þann höfuðskörung Hólastóls, sem lengst starfaði og mestu afkastaði, og þá sérstaklega til eflingar og trausts vorri evan- gelísku lútersku kirkju. Stórlega tók haun og tekurhugminn fanginn, en beint og hiklaust get eg ekki elskað hann, en margfaldlega get eg afsakað hann á örðugri og vondri tíð. Kærleikshlýjuna fæ eg inn í sálina frá kararbeði hans, og þá ekki sizt við það að eg sé þar í dyragættinni hringjarasoninn unga, sem lék sér þá á Hólum með léttri baruslund, — lrnnn

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.