Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Qupperneq 10
202
NÝTT KIRKJUBLAÐ
sem síðar varð svo kunnugur þjáningum, harmkvæla-maður-
inn, sem menn byrgðu andlit sin fyrir.
Niðurstaðan varð sú hjó mér, að kærleikshugur minn til
þessa söguhelga staðar er dýpst og innilegast bundinn við þann
biskupanna er síðastur var í katólskum sið, sem mikið hafði
af löstum fyrirrennara sinna, en jafnframt svo stórmikið af
hinum glæsilegustu kostum liðinna tíma. En hann friðþægði
fyrir afbrot sín mörg og stór, er hann lét lífið fyrir trú sína
og fyrir rétt og sjálfstæði þjóðar sinnar.
Það var hjartatitringurinn frá grátekkanum, þegar klukk-
urnar hér í bygðinni hringdu ósnortnar í móti líkbörum
þeirra feðga, Jóns Arasonar og sona hans.
Þarna er hún þjóðarástin vor nútíðarmanna til bins helga
staðar.
Ofmæli mundi það vera að tala þá um þjóðargrát, er
börur þeirra feðga voru bornar heim að Hólum. Þá var það
að mestu Norðurland eitt, sem grét sinn höfðingja. Og þegar
Norðurland hafði af honum miklast, þá var það eigi sízt yfir
því, að hann hafði sótt auð og yfirráð í fjarlæga fjórðunga til
örlætisrisnu og gleðskapar heima á Hólum. Og eigi mátti
hvað sízt miklast yfir því, að Skálholt hafði hann haft að fóta-
skinni. Og þá hafði um leið Suðurland lotið lágt Norðurlandi.
Um alþjóðar-grát var því eigi að ræða. Svo liðu tímar
og þá gleymdist yfirgangurinn og ófriðurinn, og eftir stóð
þjóðarhetjan íslenzka. Og píslarvottur þjóðarsjálfstæðisins
varð enn kærri í niinning og sögu, þegar enn þungbærara
kúgunarvald gekk yfir landið en biskupa-valdið hafði verið,
— og það útlent vald.
Hver verður að hugsa og tala fyrir sig, og þarna var nú
ástin mín við þennan stað bundin. En svo finn eg fyrir sjálf-
an mig og aðra, hvernig staðurinn varð Norðlendingum kær,
þar sem hér var um margar aldir aðal-menningarstöðin, og
skólalíf, og héðan komu fræðendur alþýðunnar. Hér var
andlega miðstöðin og engin kom í staðinn um marga tugi
óra, er þessi var niður brotin.
Nú tel eg það langmest undir sjálfum Norðlendingum
komið, hvort þesri nýgræddi vísir til viðreisnar biskupsstóli
Norðurlands nær vexti og þroska.
Beint vil eg það segja, og það sem minnilegast, hér á