Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Side 11

Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Side 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ 203 þessum stað, við þessa biskupsvígslu, að fylgt hefi eg fram vigslu tveggja biskupa í landi hér, er bæru nafn hinna fornu stóla, með það fyrir augum, og í fullu trausli þess, að fátt mundi betur styrkja hina ytri skipun kristnihalds vors og treysta eininguna með vaxandi frelsi og kirkjulegu sjálfstæði, en ein- mittþað, að vér bættum brot vors aumasta og versta niðurlæg- ingartíma, er stólarnir fornu voru lagðir niður. Nauðsynlegt var það, að nota það vald sem vér sjálfir gátum tekið, að sýna það áþreifanlega, að kirkja þessa lands væri ekki nein undirlægja, og þyrfti enga vígslu að sækja út yfir haf. Þeirri nauðsyn hefir verið samsint af alþjóð Islands með fylsta samhug. Nú er eftir að risi samhugur og sam- sinning með endurreisn hinna fornu stóla. Draumórar og tilfinninga-hégómi! Svo segja ýmsir, veit eg — enn. En söguminningarnar og hugsjónirnar verða tíðum sigur- sælar, vanti eigi mann til að halda merkinu uppi. fuð minn. guð minn! Guð minn, guð minn, styrktu, styrktu, styrktu þjóninn veika þinn. Tár þótt hrynji, títt þótt stynji’ eg, taktu’ ei frá mér kjarkinn minn. Aldrei mögli’ eg, aldrei mögli’ eg, aldrei mögli’ eg nokkurt sinn. Guð œinn, guð minn, vaktu, vaktu, við minn beð og svæfðu mig. Geti’ eg ei sofið, geti’ eg ei sofið, gæzkan þín ei feli sig, Andvaka’ að eg, andvaka’ að eg ávalt megi heyra þig. Guð minn, guð minn, vektu, vektu, vektu mig af syndablund, þig að finni’ eg, þér að vinni’ eg þegnsamlega hverja stund,

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.