Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Síða 13
KTÝTT KIRKJUBLAÐ
205
Sóknarnefndunum var ætlað að fara meS guðsþakkaféð
sem gafst i kirkjubaukana. I annan stað var sóknarnefnd-
unum, reyndar ekki með lögum heldur stjórnarvaldaleiðina,
falin umsýsla með kirkjunum sem eiga sig sjálfar, er svo
heitir, þar sem hinir fyrri eigendur hafa fengið tíundina fornu
afleysta með hnfuðstólsgjaldi. Með þeim hætti eru kirkjur i
Danmörku að verða safnaðarkirkjur. Loks stóð hið ofurmein-
lausa ákvæði í lögunum að stjórnarráðið mætti bera umsókn-
ir undir nefndirnar, og nefndin gat svo bent á þrjá af um-
sækjendum og gert upp á milli þeirra. Þetta var nóg til þess,
á þessari lýðstjórnaröld, að sú hefir orðið raunin á, að mestu
hafa sóknarnefndirnar ráðið um veitingu prestakalla síðan i
Danmörku. Leizt prestum miður vel á fyrst í stað, en sagt
er að þeir séu heldur að sætta sig við það.
En nú voru sóknarnefndalögin ekki sett nema til 6 ára.
Ymsum þótt oflangt farið, en öðrum ofskamt- Og þessu var
svo ákomið til reynslu.
Því fór það svo að nú í árslokin síðustu voru lögin úr
gildi gengin og ekkert komið i staðinn. Um það fekst ekki
samkoinulag á ríkisdeginum, og faðir laganna og höfuðsmiður
mátti sin minna um þær mundir, og fekk eigi við ráðið.
Stjórnin varð í vetur að gera bráðabirgðarráðstafanir til
að fylla i eyðurnar eftir lögin. Prestarnir tóku við guðsþakka-
fénu. flreppsnefndir nefna lil 2 menn að fara með umsjón
og fjárhald kirknanna. Og svo voru einhverjar krókaleiðir
fundnar til þess að söfnuðirnir gætn eftir sem áður komið að
óskum sínum við brauðaveitingar.
Nú er faðir sóknarnefndalaganna J. C. Christensen aftur
orðinn valdamikill maður i Danmörku, og er talið víst að
hann komi lögunum á. Yfirleitt mun þeirra fremur sakuað.
Sóknarnefndirnar, eða „safnaðarráðin,“ sem svo heita hjá þeim,
voru orðin allvel látin. Og síðustu árin var hér og hvar kom-
ið á, að sóknarnefndir slógu sér saman i prófastsdæminu, og
heldu „héraðsfundi" um kirkjuleg mál.
Prestar voru sjálfkjörnir formenn nefndanna, og var það
ein breytingin sem J. C. Chr. vildi koma á, að nefndirnar kysu
sér sjálfar formann, svo sem komið er hér í lög.
Og fleiri og fieiri munu vera að átta sig á því, að þessi
kirkjulöggjafarvisir í Danmörku er um leið fyrsta sporið til
aðskilnaðar ríkis og kirkju.