Nýtt kirkjublað - 15.01.1911, Side 5

Nýtt kirkjublað - 15.01.1911, Side 5
21 NÝTT KTRKJUBLAB Jlökkursöqur. ^0=9 cJ iii. Eg var aðstoðarmaður Péturs biskups þrjú síðustu em- bættisárin hans. Húsið hans stendur enn í Austurstræti upp af steinbryggj- unni. Allri herbergjaskipun er umturnað inni og breytt í sölubúð, og nokkuð er búsið líka breytt að utan. Þar sem vestasti glugginn er núna á norðurhlið, þar voru dyrnar inn í skrifarakompuna í norðvesturhorni, og innaf, eða í suðvestur- horninu, var litlu stæri-a herbergi, þar sem Pétur sat sjálfur. Fremur fátæklega mundi skrifstofan liafa þótt búin nú á tímum að gripum og gögnum, og var rnér ekki alveg skap- raunarlaust að bjargast við skörðótta reglustiku, forna og lélega. Einbvern tíma sótti Pétur að mér, þegar eg var að nota reglustikuna, brá eg henni þá á loft, og bar mig undan skörð- unum með einhverju gamanyrði. Pétur brosti góðlátlega við, svo sem honum var lagið, og sagði: „Eg er búinn að eiga hana svo lengi, og tími þessvegna ekki að farga henni. Hún var mér annars nógu dýr þesssi reglustika. Hún kostaði 40 dali.“ Eg hafði eftir honum verðið, og selti upp stór augu. Biskup hélt áfram að ganga urn gólf, og eg sá á honum að nú átti eg að fá sögukorn hjá honum sem oftar. Ogsag- an kom, og man eg enn vel efni hennar, þótt langt sé urn liðið. Og fer hún hér á eftir: „Reglustikan er frá Jóhanni Halldórssyni, bróður síra Daniels. Þér kannist við bann. Hann druknaði í Kaupmanna- höfn á nýársdagskveld 1844. Þann vetur var eg í Höfn. Við vorum jafnaldrar og okkur var vel til vina, og svo eign- aðist eg þessa reglustiku eflir hann, til minningar um hann. En Jóhann heitinn hafði lánað hjá mér 40 dali skömmu áður en bann dó. Hann lief'ði borgað þá, ef liann hefði lifað. Því sagði eg það að gamni mínu að reglustikan hefði kostað 40 dali.“ Nú skildist mér að sagan væri úti, og að eigi mundi tjóa oltar að mögla undan jafnsögulegri regslustiku, En Pétur

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.