Nýtt kirkjublað - 15.01.1911, Síða 6

Nýtt kirkjublað - 15.01.1911, Síða 6
22 NÝTT KIRKJUBLAÐ biskup fór ekki inn til sín, sem eg bjóst við. Hann nam staðar á gólfinu, og bætti við eftir dálitla ])ögn, og með al- varlegri róm: „Jóbann heitinn birtist mér nóttina sem hann druknaði." Orðin þessi —beintsvotöluð—man egnú eigi meðfullri vissu. Minnir eins vel að hann segði, að Jóhann hefði komið til sin um nóttina. En svo man eg gerla hvernig hann lýsti J>ví: „Eg var til húsa hjá Hans A. Clausen stórkaupmanni úti á Kristjánshöfn.“ Hann nefndi götuna og númerið á húsinu. „Eg vaknaði við það um nóttina, að Jóhann Halldórsson stóð fyrir framan rúmið mitt, á gólfinu milli rúmsins og glugg- ans. Eg sá hann svo vel, því að ]>að var glaða lunglskin, og tjöld eigi fyrir. Hann stóð þar boginn bæði í hnjám og herðum, og var rennandi votur, og draup af honum vatnið. Eg var alveg glaðvakandi og mér varð að orði: „Hvaða ósköp er að sjá þig maður!“ Meiru kom eg ekki að. Þegar orðinu var slept, var Jó- hann mér horfinn. Mér var töluvert órótt og eg vakti lengi á eftir. Fór eg undir koddann og leit á úrið, og var klukkan þá tvö. Morguninn eftir komu menn út til mín og sögðu mér lát Jóhanns. Hann hafði skilið við landa seint um kveldið á ný- ársdag, og sagðist nú ætla að finna síra Pétur úti á Krist- jánshöfn. Hann átti þá Ieið um Löngubrú, og út af henni hraut hann, og þar mun líkið hafa fundist í dögun.“ — — Orðin þessi „Hvaða ósköp er að sjá þig maður“ man eg að voru beint eigin orð sögumanns. En hitt þori eg eigi að staðhæfa, hvað hann sagði að klukkun hefði verið, þegar hann leit á hana. Man bai'a það með vissu, að nokkru var það seinna, en ætla mætti að dauða Jóhanns liafi borið að, hafi hann farið beina leið út til Kristjánshafnar, þegar hann skildi við landana. Það var ekki meira en hálfrar stundar gangur, og um seinan háttatima, er þeir skildu. Annars mun ekkert um það kunnugt, hvaða sfund nætur slysið varð, þótt eitthvað sé sennilega um þann atburð ritað og geymt við forn lög- regluskrif í Höfn. Pétur biskup nefndi dánardaginn, gat hvaða nótt þettabar að. En deginum hafði eg gleymt. — Heíi sett hann hér úr Bók-

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.