Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Page 3

Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Page 3
ttÝTT KIRKjtÍBLAÐ hi hann?u (Jak. 2,14). Jakob vissi það, sem margur kristinn veit ekki á vorum dögum, að trú fólgin i því einu að halda eitt- hvað fyrir satt, samsinna þvi með hugsuninni, er einkisvirði; því að um þá trú talar hann í hinu merkilega hréfi sínu. Hann segir, að það sé sama trúin sem djöflarnir hafi (2,19). — En með þessu er líka brugðið birtu yfir annan stað í N.t. og það er sjálf dómsdagsræðan mikla i 25. kap. Matt.guðspjalls: Jesús nefnir þar aldrei trúna, hann talar þar eingöngu um verk mannanna, sem það er opni þeim aðgang að fögnuði herra síns. Réttlætist maðurinn þá af verkunum? Nei, hann rétt- lætist fyrir trúna, en trúin er í því fólgin að gefa guði hjarta sitt í hlýðni við hans vilja, trúin er fólgin í því að gjöra vilja síns himneska föður. En eru það þá ekki eftir alt saman, samt sem áður verkin, sem gjöra manninn hólpinn ? Nei, það er náðin sem oss hólpna gerir, ekkert annað en náðin. Guð selur oss ekki eilífa lífið fyrir trú vora né heldur fyrir verk vor, heldur veitir hann oss það ávalt og undir öllum kring- umstæðum af einskærri náð. En hvað er þá um trúna eða verkin eða trúar-verkin? Eða: hvað er þá um þetta að gefa guði hjarta sitt? Ávinnur það oss þá ekki heldur eilífa sálu- hjálp? Nei, nei! þar liggur einmitt fólginn hinn mikli misskilning- ur svo margra yðar, kæru vinir! Það stendur að eilífu óhaggað, að það er náðin, sem gjörir oss hólpna, ekkert annað en náðin, en skilyrðið fyrir þvi að vér getum veitt náðinni við- töku, og með henni hinni miklu hjálpræðisgjöf: eilífa lífinu, það er trúin, — trúin fólgin í því, að vér gefum guði hjarta vort, trúin fólgin i þvi, að vér gjörum vilja vors himneska föður. Trúin frelsar oss einungis að því leyti sem hún gjörir oss hæfa til að taka á móti hinu mikla hjálpræðishnossi sem náð guðs vill veita oss, — trúin er höndin, sem vér grípum gjöf- ina með. Sá sem ekki hefir þessa hönd, sá sem ekki hefir trúna í þessum skilningi, getur ekki orðið hólpinn, og eg vil bæta við: það er ekki guði að kenna, því að hann vill, að allir verði hólpnir, heldur er það manninum að kenna, sem ekki hefir viljað sinna því, sem var skilyrði fyrir sáluhjálp hans, guðlífs-frjóanganum, sem skaparinn hafði hjá honum gróðursett. Og þannig verður það þá hinn ægilegi, já ægi- legasti sannleiki, sem hugsast getur: „Sá sem ekki trúir, mun fyrirdæmdur verða.“

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.