Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Blaðsíða 4
52 NÝTT KIRKJCÍBLAí) I fæstum orðum vildi eg þá sagt hafa og Iagt hverjum einasta yðar á hjarta þetta: Öll vor eilífa farsæld er undir hjartalagi voru komin, því að það er hjartalagið, sem mótar lif mannsins. Hún er þar á móti ekki komin undir skoðun- unum vorum, hvað vér höldum fyrir satt og hvað ekki, hverju vér samsinnum og hverju ekki.*) Skoðanir vorar geta verið meira og minna réttar, og meira og minna rangar, og það getur auðvitað haft nokkur áhrif á breytni vora, en sé aðeins hjartað gott, þá nægir! Þessvegna segir líka hinn gamii spekingur gamla sáttmálans: „Varðveit hjarta þitt fremur öllu öðru, þvi að þar eru uppsprettur lífsins.“ En nú kynni einhver yðar að spyrja: Er það þá ekki lengur satt, hið gamla orð postulans til fangavarðarins í Fil- ippí: „Trúðu á drottin Jesúm og þú munt hólpinn verða og heimili þitt?“ Því er fljótsvarað: Jú, það er guðdónilega satt enn í dag. Aðeins ríður á, að vér skiljum það rétt, hvað átt er við með þessu, að trúa á Jesúm. Hvað er að trúa á Jes- úm? Að trúa á Jesúm er að gefa Jesú hjarta sitt, en að gefa Jesú hjarta sitt er sama sem að gefa hjarta sitt hinum lifandi gnði, sem þar kemur á móti oss með eilífan kærleika sinn, breiðir þar föðurfaðm sinn móti hverjum þeim syndara, sem til hans flýr. „Sá sem trúir mun hólpinn verða“, þ. e. sá sem gef- ur guði hjarta sitt mun hólpinn verða, því að hann einn er móttækilegur fyrir náðina, fyrir eilífa lífið, sem guð vill veita oss. Alt jarðlif mannsins á því að vera undirbúningur undir eilifðina, alt jarðlíf vort á að vera fóigið í því að efla sálu- hjálp vora með þvi sifelt, daglega að gefa guði hjarta vort, daglega að fullkomnast í því að gjöra viija vors himneska föður. Fyrir því getur aldrei staðið á sama um siðferðilega starfsemi vora þessa heims, eða hvaða siðferðilegum þroska vér náum, því að hjálpræðið, sem oss veitist annars heims, *) Þetta misskilur fjöldi manna á vorum dögum ekki síður en fyr á límum. Þeir álíta að guð leggi mikla áherslu á skoðanir vorar. Sá sem þvi hafni einhverjum mikilvœgum kenningum kirkjunnar hann hljóti að draga yfir sig þungan dóm. „Eg held að guð, sem fyrirgefur svo mikið, muni eiga liægt með að fyrirgefa slíkar ávirðingar mannanna sem rangar skoðanir eru, verði lmnn þess áskynja, að hjartað er gagn- tekið af þrá eftir honum“, segir norski presturinn alkunni J. J. Jansen.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.