Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Blaðsíða 5
NÝTT KIKKJUBLAÐ 53 stendur ávalt í réttu hlutfalli við hinn andlega og siðferði- lega þroska vorn þessa heims; en svo er, af því þroski vor gefur jafnframt til kynna móttækileika vorn fyrir hjálpræðis- sæluna. Því það er lögmál i guðsríki, sem Jesús og postular hans eru sífelt að brýna fyrir oss: að eins og vér sáum, munum vér uppskera. — En þá má spyrja: „Hvað verður um þann mann, sem ekki fyr en á andlátsstundu gefur guði hjarta sitt í lifandi þrá eftir eilifu hjálpræði hans? Mundi hann fyrir guðs náð inn- ganga til lífsins, enda þótt hann hafi lifað undangengnu lífi sínu í trúleysi og hirðuleysi um sitt æðra innra líf. Ymsir kristnir menn eru mjög veiktrúaðir á skyndilegt afturhvarf á dauðastundinni. Svo er um norska prestinn Jansen. Hann segir beint, að sér veiti erfitt að trúa á það. Og eigi það sér stað, þá verði hann að hugsa sér undangengna leynda hreyf- ingu hjartans, er á dauðastundinni brjótist fram á yfirborðið. Svo álítur hann að hafi verið um ræningjann á krossinum. En hvernig sem þessu er farið, þá verðum vér vel að gæta þess, að slíkt skyndilegt afturhvarf merkir ekki og getur ekki nierkt — ef það á sér stað, — að hið æðra innra líf þessa manns, sem engum þroska tók hér í lífi, nái nú alt i einu við yfirför hans úr tímanum yfir í eilífðina, sama þroskanum, sem það hefir náð hjá kristnum manni, sem hér á jörðu lagði, að vilja guðs, alt kapp á að fullkomna sig. Þó að hjálpræðið sé hið sama, sem guð hefir á boðstólum, þá fer fylling hjálpræðis- sælunnar eftir trúar- og siðferðilegum þroska hvers eins, svo að þar uppsker enginn meira en hann niðursáði hér. Annað mál er það, hvort svo verði látið þar við sitja um alla eilífð. Vor kristilega trú heimilar oss að hlúa að þeirri von hjartans, að þeim, sem hér í lífi voru svo skamt komnir í þessum and- lega og siðferðilega þroska, verði annars heims gjört mögu- legt að ná meiri þroska og fullkomnari fyrir sitt æðra líf, svo að allir þeir, sem á annað borð fá hlutdeild í eilífu lífi hinu megin, nái þó um síðir einu og sama hæðarstigi fullkomins guðsbarnasambands og sælu. III. En sé nú þessu svo farið, sem eg hefi haldið fram, að sáluhjálp mannsins sé ekki komin undir trú hans að því leyti

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.