Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Blaðsíða 6
54 NÝTT KIRKJTJBLAÐ sem hún er fólgin í jiví að samsinna og halda fyrir satt það sem kirkjan kennir eða í ritningnnni stendur, heldur einvörð- ungu undir trúnni að því leyti sem hún er í því fólgin að gefa guði hjarta sitt, — að gjöra vilja guðs, — verðum vér þá ekki að álykta af því, að þá geli einnig ekM kristnir rnenn, heiðingjar, hvort heldur er utan eða innan kristninn- ar, fengið htutdeild i eilífu lífi? Þessari spurningu hafa menn löngum svarað neitandi innan kristilegrar kirkju. Þegar á 3. öld er þeirri spurningu haldið fram af einum kirkjufeðranna, Cýprian biskupi, að „utan vébanda kirkjunnar sé um enga von sáluhjálpar að ræða,“ — að „enginn geti átt guð fyrir föður, sem ekki eigi kirkj- una fyrir móður.“ Og í frá dögurn lrins mikla kirkjuföður Agústínusar hefir það af fjölda kristinna rnanna verið álitið nokkurnveginn sjálfsagður hlutur, að ekki-kristnir rnenn, heiðingjar — hreptu eilífa glötun, þeir væru að sjálfsögðu úli- lókaðir frá hluttökunni í eilífu hjálpræðislííi guðsbarna. Og til þess að taka af öll tvímæli í þessu efni og varna því að menn létu heiðingjana fljóta á verkunum inn í ríki himnanna, kendi sami Agústínus, að „dygðir heiðingjanna væru ljómandi lestir,“ En þessi skoðun, sem útilokar heiðingjana, er ekki nema hugsunarrétt afleiðing hinnar röngu skoðunar á eðli trúarinnar, að hún sé fólgin í því einu, að halda fyrir sann- ar kenningar kristindómsins og kirkjunnar. Sá sem í þeim skilningi var vantrúaður gat þar af leiðandi ekki orðið hólp- inn, því að „sá sem ekki trúir mun fyrirdæmdur verða.“ Með þeim skilningi á trúnni voru fyrst og fremst allir ekki kristnir menn útilokaðir. Það þótti nokkurn veginn sjálfsagð- ur hlutur. Og menn tók það yfirleitt ekki mjög sárt, því að öðrum kosti hefðu þeir reynt að gjöra meira fyrir heið- ingjana, en þeir gjörðu, — reynt að snúa þeim til réttrar trúar. En það vita allir, að um allar miðaldir og fram yfir siðbót, já fram á 18. öld er tiltölulega lítið gjört að trúboði meðal heiðingja. — En hér við bættist svo það, að kristnir menn útilokuðu af sömu ástæðu hverir aðra frá sælu guðs- barna. Katólskir menn kendu, að mótmælendur væru úti- lokaðir frá himnaríkissælu, j>ví að utan vébanda hinnar kat- ólsku kirkju væri engin hjálpræðisvon. Það er kenning Cýprians, sem hér gengur aftur í enn ljótari mynd. En því

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.