Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Qupperneq 8

Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Qupperneq 8
NÝTT KIRKJUBLAÐ 56 með í ])ví sem sungið er, fari á mis við verulegan, oft máske besta hluta guðsþjónustunnar, að ræðurnar okkar prestanna geti verið og séu upp og niður og ekki æfinlega við allra kirkjugestanna hæfi eða tilfinningar, en að sálmarnir í bókinni okkar sé allir góðir og mjög margir ágætir. Að þetta hafi engan árangur haft, er máske ofmikið sagt, en alt of lítill er hann; og eg liygg ástandið viðast á landinu vera svipað og það er í mínum söfnuðum. En liver er or- sökin? Eflaust meðfram, sú sem gamli Brynjólfur segir: „ótt- inn fyrir því, að ekki takist að fylgja kúnstarinnar reglum nógu nákvæmlega i söngnumw. En einnig þessa mótbáru hefi eg reynt að bæla niður, með því að benda mönnum á, að þeir geti byrjað á því að hafa bókina opna l'yrir framan sig, og svo smátt og smátt tekið þátt i söngnum eftir þvi sem þeir treysta sér til við lögin, er sungin væru; og í kirkju á þetta og hlýtur þetta að vera hægt, dæmið sem eg skal nefna sýnir það. Þegar eg fyrir rúmum 20 árum fluttist burtu úr Reykja- vík, þá var ástandið þar svipað og annarstaðar, engin al- menn hluttaka af safnaðarins hálfu i sálmasöngnum, aðeins maður og maður með sálmabók hingað og þangað um kirkj- una. En nú er öldin önnur, syngjandi fólk um alla kirkjuna uppi og niðri; og eg verð að segja, að það hafði stórmikil áhrif á mig, að heyra og sjá þá breytingu, sem á var orðin hjá dómkirkjusöfnuðinum i þessu efni, og mér skildist, ekki einungis hve indælt það er í sjálfu sér, að senda þannig Iof- gjörðar- þakklætis- og bænarandvörp á öldum tónanna upp í hæðirnar til drottins, heldur einnig hitt, að jafnvel þótt pré- dikunin i það og það sinn kunni ekki að hafa tilætluð áhrif á suma af kirkjugestunum, þá verður þeim þó kirkjugangan naumast árangurslaus, er þeir þannig taka þátt í öðrum aðal- þætti guðsþjónustunnar, sálmasöngnum. — Hverju þessi breyt- ing, sem orðin er hjá dómkirkjusöfnuðinum i jæssu efni er að þakka, veit eg ekki, hvort hann er öðrum söfnuðum lands- ins til fyrirmyndar í trú og siðgæði, veit eg heldur ekki, en í þessu efni — hluttöku í safnaðarsöngnum — er liann til fyrir- myndar, það veit eg, og eins hitt að þetta þarf að Iagast um land allt. Ó. M.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.