Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Blaðsíða 13

Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Blaðsíða 13
NÝTT KffiRJtíBLÁB 6i Þverá út hlíðina, en þegar þeir komu út undir múlann, sett- ist prestur niður og bað sveininn gjöra hið sama. „Langar þig til að fermast í vor“, spurði prestur. „Ó já,“ svaraði pilturinn, „haldið þér það geti^orðið?“ „Eg veit nú ekki,“ sagði prestur, „þú kant ekki vel, og svo er nú ann- að; eg heyri sagt að þú sért ófrómur, og það er verra en að kunna illa það sem maður á að læra. Er þetta satt um þig?“ Pilturinn varð niðurlútur og svaraði ofurlágt „Já“. „Guð hjáipi þér barnið mitt,“ sagði prestur „búinn að læra að stela svona ungur; hvernig heldur þú að fari fyrir þér þegar þú ert orðinn stór!“ Pilturinn leit niður fyrir sig og augun fyltust tárum: „Mig Iangar svo til að Iáta þetta ógjört, en mér er það ómögulegt. Hvernig á eg að fara að?“ „Bið þú guð að hjálpa þér,“ sagði prestur. „Eg heíi oftgjörtþað, en það dugar ekki; hvernig á eg að fara að, kennið mér eitt hvert ráð; mig langar svo til að vera góður drengur.“ Prest- ur Ieit á drenginn; tárin voru farin að laumast niður kinn- arnar, fölar og grannar. Prestur var ráðalaus, honum datt ekkert í hug sem hann gæti ráðlagt drengnum; hann sárskammaðist sín, að vera prest- ur og geta ekkert hjálpað! „Hvernig á eg að fara að“ hugs- aði hann, lagði ósjálfrátt höndina á kollinn á piltinum og augu hans fyltust líka tárum . . . Vorsólin skein í heiði og hægur sunnanblær lék í skóg- arliminu lifrauðu; mórauðar lækjarsprænur bulluðu suðandi ofan hlíðina og hurfu í fjörugrjótinu. Þriflegar kindur tíndu sig um hlíðargeirana og kroppuðu vetrarlaukinn hjá svella- röndunum, eða nýgræðinginn í lækjarbökkunum. Æðarfugl- inn baðaði sig í víkunum og álftirnar létu syngjandi bera't með aðfallinu inn millum skerja og hólma og kroppuðu þess á milli grænan marhálminn. Vorgleði lífsins skein á láði og legi. En presturinn og pilturinn sátu einir sárhryggir og bug- aðir af megni syndarinnar, hver á sinn hátt. I sál þeirra var engin vorgleði, heldur haustmyrkur þróttlausrar iðrunar. Loks leit prestur upp: „Daníel“, sagði hann, „viltu gjöra eitt fyrir mig?“ „Alt sem eg get,“ svaraði pilturinn. „í hvert sinn sem þig langar til að taka eitthvað, sem þú átt ekki, skaltu lesa „Faðir vor“ þrisvar með sjálfum þér, ofurhægt og

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.