Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Page 15
NÝTT KIRKJUBLAÐ
6á
itt; jeg efndi það sem jeg lofaði undir raúlanum um vorið
og er nú alveg óhræddur eftirleiðis.
Þetta langaði mig til að láta iður vita.
Esekiel Daníel."
Síra Brandur las bréfið nokkrum sinnum við vornætur-
skímuua, háttaði svo í snatri, stakk biéfinu undir koddabrún-
ina og hallaði höt’ðinu að barmi konu sinnar. Þá nótt svaf
hann vært eins og barn, vaknaði hress og glaður og hefir
ekki sótt urn brauð siðan.
Um söguna hér að framan.
Síra N. N. sendi mór söguna og ritar með henni á þessa leið:
Sagan er f ölluin atriðum dagsönn, viðburður úr lífi gamals
grannprests mins, en ekki vill hann láta nafns síns getið.
Tildrögin til þess að sagan er komin mér í hendur eru þessi:
Skömmu eltir að höf. hatði sagt af sér prestskap, hittumst við á
. . . Eg þjónaði þar þá. Urðum við þar samnátta, og sváfum
tveir einir í sama herbergi og höfðum því gott næði ti! að spjalla
saman. Mér fanst hann þá vera léttari í skapi fremur en undan-
farin ár, er fundum hafði borið saman, fanst hann vera áhyggju-
rninni; mér lá við að öfunda hann. Eg mun hafa sveigt eitthvað
að þvi, að réttast væri fyrir okkur hina prestana að fara að dæmi
hans, og leggja niður embætti, þjóðinni þætti við, hvort sem væri,
óþarfir, tímdi ekki að borga okkur svo okkur væri líft — og —
sannast aö segja — taldi eg vafasamt að við í raun og veru gjörð-
um nokkurt gagn guðsriki til eflingar. Ekki vildi höf. samsinna
mér i þessu. Þá hreytti eg fram þeirri hranalegu spurningu:
„Nú, getur þú sannað mér, að þú hefir í prestskap þínum leitt
þótt ekki só nema eina sál á guðsgötu?11 „Eg heid eg geti sagt:
já,“ var svarið. Síðan sagði hann mér söguna af sér og Esekíel
Daníel, og sagði hana þá, að mér þótti, miklu betur en hann hefir
skráð hana nú, enda leyfði hann þá tilfinningum sínum að ráða
orðfærinu.
Höf. hefir samið óþarflega gáskalega lýsingu á Brandi presti
(o: sjálfum sér), og með öllu ómaklega gjört lítið úr honum. Höf.
var langt írá því að vera lélegur prestur. Eiua stólræðu heyrði
eg til hans, sem hann flutti í .. .kirkju, blaðalaust, lítt undirbúinn.
Ræða hans þanu dag þótti mór einhver hin besta sem eg hefi
heyrt um dagana. Eg gat hlustað á hana með óvenjulegri athygli.
Þessum manni var, eg leyfi mór að segja, — gj'órt ólíft í kirkjunni.