Nýtt kirkjublað - 01.02.1912, Page 8
32
NÝTT KHtKJUBLAÐ
fyrir þann, er hlut á að máli. Eigi síst, þegar við það bæt-
ist, að verða ef til vill að yfirgefa vini sína og ástmenni og
flytjast langa Jeið á eitthvert hæli, þar sem maður á að bíða
dauðans saman með þeim, er eiga við sömu harmkvæli að
búa. Þá virðist lífið vera orðið ömurleg prísund. Og hvert
huggunarorð hégómi.
En herra lífsins og lávarður er svo máttugur, að hann
breytir döprustu dýtlisu í líknarstofnan. Allur sársauki er
vinur i dulargerfi. Hann er eigi sendur til að særa, heldur
til að græða. Hið stærsta í sambandi við þetta líf er að vaxa.
Vér erum allir eins og plöntur, sem þurfa aðhlynningar.
Sumar þurfa mikla sól. Aðrar mega ekki standa í sól. Sum-
ar þurfa litinn vökva, aðrar mikinn. Guð þekkir vaxtarskil-
yrðin. Honum er jafn-ant um allar plönturnar. Hann
setur hvern af oss þar sem gróðrarskilyrðunum best veröur
fullnægt. Vér kennum oft mikils sársauka, er kærleikurinn
flytur oss til, svo vér fáum betur vaxið og blómin verði fegurri.
Sársaukinn er sálum vorum eitt dýrlegasta þroskaskilyrð-
ið. Hvers vegna, vitum vér ekki. En svona er það. Við
hann hafa þeir, sem lengst hafa komist hér á þessari jörðu,
vaxið og dafnað. Stærstu eikurnar og veglegustu í mannfé-
lagsskóginum hafa verið sveigðar til jarðar í stormum hans
og stælst um leið, hafa skolíið i þrumuskúrum og sviðnað af
leiftrum, en vaxið þeim mun meir, uns þær urðu höfði hærri
en hin trén. Þessvegna sagði eg: Sársaukinn er vinur í dul-
argerfi.
Allir sækjast eftir farsældinni og leita hennar. Hún vex
eigi aðeins í sólskini lífsins, heldur líka á dimmviðrisdögum
þess. Hún er eigi fólgin í fögnuðinum einum, heldur líka í
grátnum, — alla þá stund, að nokkur er til sem grælur.
Með hörmum og trega er guð að hefja mennina upp til sín.
Hann er að þrýsta fram vexti sálna vorra. Hann er að treysta
persónuleikann í oss og láta oss safna því sem eilífðar-gildi
hefir og vér flytjum með oss yfir í aðra tilveru.
lilótlætisbarnið er einmana. Það er eðli sorgar og sárs-
auka að einangra. Eg get hugsað mér, hve óumræðilega ein-
mana þér oft og einatt eruð, sein nú heyrið mál mitt. Aldrei
er maðurinn jafneinmana og er hann stendur andspænis dauð-
anym, En sá verður veikbygður og andlegt líf hans þroska-