Nýtt kirkjublað - 15.12.1914, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 15.12.1914, Blaðsíða 8
288 NÝTT KIEKJUBLAÐ eitt sumarið, og þA hlaðíð bæjarveggi fyrir síra Pótur Guðmunds- son, en hann gafþeim mat fyrir, og undu hvárirtveggju vel við skiftin. Henryk Sienkiewicz: Vitrun. Saga frá Ivrists dögum. Árni Jóhannsson sneri á íslensku. Kostnaðarmaður Sigurður Kristjánsson. Rvík 1914. Pólska söguskáldið heimsfræga, sem „Quo vadis“ er eftir, er hór á landi svo kunnur og kær, að alla mun fýsa að lesa þessa sögu eftir hann. Gerist sagan í Alexandríu og síðan í Jerúsalem, hinn fyrsta Langa-frjádag, dauðadag Krists. Það er vandi að leiða Krist inn í skáldsögu, en svo ástúð- lega og fagurlega fer höfundurinn með, að yndi er að lesa, og verður öllum heitt um hjartaræturnar við mynd skáldsins af kross- dauða frelsarans. Þýðingin er vönduð, og útgáfan öll hin snyrtilegasta. Gunnar Benediktsson. Sögur úr Keldudal. Pyrsta sagan heitir Sigtiý. Á kápunnni er boðuð næsta saga, Magnús og Guðrún. Höfundurinn er ungur mentamaður, ættaður úr Austur-Skaftafellssýslu. Lokið prófi á Akureyri og er nú á Mentaskólanum hér. ...........— Jaröyrkjubók. — Frumatriði jarðyrkju. Sigurður Sigurðsson skólastjóri: Plönturnar. Jóséf Björnsson kennari: Jarðvegurinn. Metúsalem Stefánsson skólastjóri: Loftið. Vatnið. Þetta er 17 arka bók með töflum og myndum; fyrst og fremst ætluð búnaðarskólunum. Kostnaðarm. Sig. Kristjánsson. ====== Bjarkir. ===== Leiðarvisir í trjárækt og garðrækt. Eftir Einar Helgason garðyrkjumann. Bókin er sérstaklega ætluð til leiðbeiningar þeim, sem fást við að prýða kringum heimili sin með ræktun trjátegunda og blómjurta Tólf arka bók með myndum, tileinkuð minning Schier- becks landlæknis. Kostnaðarmaður: höfundurinn. Rifstjóri: ÞÓRHALLUR BJARNARSON.__________ Félagsprentsmiðjan.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.