Nýtt kirkjublað - 15.10.1915, Page 2
234_________________^
Hvað er ]iaS, sem gevir Krist að slikri þungamiðju trúar-
innar og lífsins? Eldri tímar álitu, að það vœri friðþægjandi
fullnægjugerð hans í vorn stað, fórnardauði hins heilagg, synd-
Iausa guðssonar með dýrlegum áhrifum sinum á hugarþel
heilags guðs gagnvart oss, börnum sínum. Þetta var í aug-
um rétttrúnaðarmanna A og 0 hjálpræðisstarfsemi Krists.
Aðrir töldu Krist þungamiðju trúarinnar og lífsins vegna með-
algangarastöðu hans, eins og kirkjukenningin gerði grein henn-
ar: að Kristur sé samtengingarliður milli guðs og manna,
sem annars sé óyfirkvæmilegt djúp staðfest á milli. Vitan-
lega er friðþægingin í Kristi sá höfuðliður trúar vorrar, sem
aldrei gengur úr gildi, því að hún er hið mikla náðarverk
drottins mönnum til eilífs hjálpræðis, einmitt það sem vér
höfum í huga, er vér játum Krist Jesúm frelsara vorn. En
þetta er ekki sama og það, sem fyrir kirkjukenningunni vak-
ir, er hún fylgir fram friðþægjandi fullnægjugerð Jesú, fórn-
ardauða hans í vorn stað. Vér getum og með fullum rétti
nefnt Krist meðalgangara milli guðs og manna, því að það er
Kristur fyrir hvern þann, sem i trausti til orða hans hefir
gengið guði á hönd, gefið honum hjarta sitt. En þegar kirkju-
kenningin gerir ráð fyrir óyfirkvæmilegu djújn' staðfestu milli
guðs og manna, þangað til Kristur kemur í heiminn, djúpi
sem hann hafi fyrstur brúað, þá verður erfitt að samrima þá
skoðun guðshugmynd Nýja testamentisins, sérstaklega þó guðs-
hugmynd Jesú. Guð Jesú Krists er ekki guð i fjarlægð, held-
ur sá guð sem telur öll vor höfuðhár, stendur i svo innilega
nánu sambandi við heiminn, að ekki fellur einn spörr til jarð-
ar án hans vilja. Guð Jesú Krists, er sá guð sem ekki er
fjarlægur neinum af oss, sá guð sem vér „lifum, hrærumst
og erum í“. Hin skoðunin er ekki kristileg, heldur á hún
rót sína að rekja til platónsku heimspekinnar. '
En þar sem nú hvorugt Jietta, sem nú var nefnt, gerir
Krist að þungamiðju trúarinnar og lífsins hjá kristnum manni,
hvað verður það þá, sem þessu kemur til leiðar? Kristur
hefir sjálfur lýst tilgangi komu sinnar i heiminn með þessum
tveimur alþektu málsgreinum: „Mannssonurinn er kominn
til að leita að hinu fýnda og frelsa það“ (Lúk. 19, 10), og
„til þess er eg fæddur og til þess kom eg í heiminn, að eg
beri sannleikanum vitni“ (Jóh. 18, 37). Báðar þessar alkunnu