Nýtt kirkjublað - 15.10.1915, Side 4

Nýtt kirkjublað - 15.10.1915, Side 4
236 NÝTT KIRKJUBLAÐ manni, hvað er eðlilegra en að vér verðum veiktrúaðir á, að heilagleiki og kærleikur geti nokkuru sinni orðið aðal vors innra manns? En nú hefir maðurinn Jesús Kristur birzt sálarsjón vorri, og vér höfum komið auga á eðli hans og aðal, og oss hefir veizt skilningur á því, að það sem einum tekst á einn- ig öðrum að geta tekist, enda þótt leiðin kunni að reynast bæði löng og ströng og framsóknin að kosta mesta stríð og mestu sjálfsafneitun. Jesús hefir með lífi sínu opinberað oss, að það eru hvorki öfgar né orðin tóm, orðin gömlu, að mað- urinn sé skapaður til að verða ímynd guðs. Hið mikla einingartákn kristninnar er ekki bókfell með áletruðum orðum og játningum, heldur lifandi persóna, mað- urinn Jesús Kristur. Um hann fylkjum vér oss. Hann er fyrirliðinn mikli til eilifs lífs -og sáluhjálpar. Orð, sem i upp- hafi voru líf og kraftur, geta orðið dauð orð, andinn getur ílúið úr þeim, svo að þau verða tóm og innihaldslaus. Þau hafa orðið forlög margra trúargreina og lærdómssetninga. En persónuleikinn er sem lind, er að eilífu getur ekki tæmst. Jesús Kristur er slíkur persónuleiki, slík mannkostavera. Stærsti persónuleikinn, sem heimurinn hefir augum litið, er fyrirliði vor. Ein öldin eftir aðra hefir komið og farið. All- ar hafa þær gert sér far um, að kafa djúp sálarlífs hans. og enn er verið að kafa og rannsaka. Mundi því köfunar- starfi nokkuru sinni verða lokið? Áreiðanlega ekki fyr en mannkynið í heild sinni hefir umskapast eða endurfæðst í líkingu hans. Hugsjónarfyrirmynd, sem fastsett er eitt skifti fyrir öll, — hafa menn sagt, — fær ekki til lengdar fullnægt mannin- um. Þetta er vafalaust satt og rétt. En í kristnu trúnni get- ur enga slíka hugsjónarfyrirmvnd. Hvergi i fagnaðarerind- inu er nokkura lýsingu að finna á því hvað til þess útheimt- ist að vera fullkominn. Kristindómurinn einn allra trúar- bragða, sem eiga sér skrifaðar trúarheimildir, setur engar reglur fyrir slíku. Kristindómurinn hefir ekki fastselt neitt í þessu tilliti; þar er alt líf og þróun einmitt fyrir þá sök, að þungamiðja trúar vorrar er ekki játningarrit, heldur lifandi og lifgandi persóna. Þegar því spurt er um, hvort hugsandi nútíðar-maður geti þekzt kristnu trúna og fundið þar svölun dýpstu þrá

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.