Nýtt kirkjublað - 15.10.1915, Síða 5

Nýtt kirkjublað - 15.10.1915, Síða 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ 237 anda síns, þá er þar til að svara þessum orðum Jesú: „Ef sá er nokkur, sem vill gera vilja hans, hann mun komastað raun um, hvort kenningin er frá guði eða ég tala af sjálf- J. Ií. um mérM. inar bóndi í altvík. Gaman að fá íest í letur myndir, sem lifað liafa í minni manna og eiga það skilið. Og það eins þó að lítt kunnir menn eigi í hlut. Hjólmar bóndi Iíelgason frá Syðri-Neslöndum við Mývatn, faðir síra Helga á Grenjaðarstað, er maður minnugur og einkar sögufróður. Hefir hann sagt ritstjóranum marga góða smásögu, og fært sumt í letur, og er frá honum þetta af Einari i Saltvík, afa ritstjórans: Þorsteinn hét bóndi á Yargsnesi í Náttfaravikum, kominn af valinkunnri ætt, er kölluð var Þorsteinsætt. Hann átti Sigríði fyrir dóttur. Hún varð síðari kona Einars hreppstjóra Jónassonar í Saltvík á Tjörnesi. Ein dætra þeirra var Sigríður, kona Björns prófasts Halldórssonar í Laufási. Einar þessi í Saltvfk bjó fyrst í Kinn, og giftist þar Agötu fyrri konu sinni. Hún var ættuð úr Norður-Þingeyjarsýslu, og orðlögð fyrir fegurð. Meðbiðill Einars var Björn, sonur Einars prests Hjaltasonar og Ólafar systur Gröndals eldra. Skamma stund lifðu þau saman, Einar og Agata. Sögðu miður góðgjarnir menn, að Björn Einarsson hefði fengið mann til að koma flugu i munn henni, inn um glugga, og hún beðið bana af. Auðvitað reiddist Björn illmælinu. Þegar svo Einar var eitt sinn staddur í smiðju sinni í Saltvík, kom þar Björn til hans og kvað: „Blakkur er svælu böðullinn“ o. s. frv. Þeirri visu var svo Skarða-Gísli fenginn til að svara. Yæringar voru með þeim Jóhannesi skáldi Jóhannessyni frá Grenivik og Einari. Vildu báðir verða hreppstjórar. Var Jóhann- es níðskár, og var sektaður fyrir, og sagði þá Þórður sýslumaður i Garði við hann: „Þú kant ekki að yrkja, Jóhannes! Þegar þú kveður níð, áttu að yrkja um þig sjálfan. Þetta færði Jóhannes sér í nyt og kvað þá um Einar í Saltvík;

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.