Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Blaðsíða 1

Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Blaðsíða 1
NÝTT KIRKJUBLAÐ HÁLFSMÁNAÐARRIT FYRIR KRISTINDÓM Oö KRISTILEGA MENNING 1916 Reykjavik, 1. ágúst vevtwty^.^ 15. blað pkoðanir fiúters um biblíuna. Kaflar úr „Trú og Jekking", eftir síra Fr. J. B. Biklían ekki óskeikul. Hér að framan var tekið fram, að á siðbótartímanum hefði trúarþörfin verið sú mælistika, sem lögð befði verið á hin ýmsu rit biblíunnar og ummæli. Máttur orðanna til að svala trúarþörfinni var gildismælirinn. Sú meginregla var ný guðfræði þeirrar aldar. Á þann bátt hafði Lúter sannfærst um gildi biblíunnar, eða fagnaðarboðskaparins. „Ný guðfræði heldur hróðug leiðar sinnar“, segir Lúter i Wittenberg sigri- hrósandi. Um innblásturinn myndaði hann sér aldrei eigin- lega samanhangandi hugmynd. En hugmyndir hans voru um það efni langar leiðir frá innblásturs kenningunni, sem Calovius síðar þrýsti inn í meðvitund kirkjunnar. „Eg held ekki, að nokkur í alvöru mundi þann dag í dag dirfast að staðhæfa, að þær sé hinar sömu“. Miðaldakirkjunni lyfti Lúter upp af grunni einmitt með skilningi sínum á biblíunni. Það var svo langt frá, að hann tileinkaði sér innblásturs hug- mynd miðaldanna, að um hann hefir merkur guðfræðingur með Þjóðverjum sagt: „Þá innblásturs-kenning, sem álítur öll ritin jafn-gilda heild, lagasafn, og hvarvetna sat að völd- um í katólskri kirkju, er alls eigi unt að finna hjá Lúter“. „Villuleysi biblíunnar heldur hann að eins fram í trúarefnum og lætur það alls ekki ná út yfir alt“. Eins og Stefáni písl- arvotti gat skjátlað í ræðu sinni (Post. 7), eins getur öllum hinum heilögu höfundum skjátlað. Ekki einu sinni postul-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.