Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Page 3

Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Page 3
NÝTT KlkKJUBLAt) l7l postula höfuni vér alls ekkert, því Jakobs bréf og Júdasar eru ekki postulleg rit, eftir því sem margir ætla“. Um Pét- ur segir hann, að hann sé hinum postullega anda eigi jafn- gildur, með tilliti til 2. Pét. 3,9. Þetta var árið 1524, og það var eftir skoðunum rétt-trúnaðarmannanna árinu eftir að hann hafði náð þeim aldri, að hann gat ekki látið sér skjátl- ast. Matteusarguðspjall er eftir sannfæringu Lúters ritað af postula. Samt skipar hann því skör lægra en Jóhannesar- guðspjalli. Til þess að ná hámarkinu er ekki nóg, að eitt- hvert rit sé eftir postula, heldur að efni þess svari til þess, sem hann álítur aðalkjarna biblíunnar. Á þeim tíma, er Lú- ter fann sárast til þess, að hann þyrfti að styðjast við úr- skurðarvald biblíunnar, neitaði hann að beygja sig jafnvel fyrir postullegum orðum. I Leipzig efaðist hann í umræðun- um við Eck um, að Jakob væri postuli, en kannaðist þó við, að hann hafi kunnað að vera það. En þótt hann hafi verið postuli, neitar hann að leggja sig undir úrskurðarvald hans. Jafnvel við orð Krists vill ekki Lúter binda sig, þeg- ar þau sé ekki til hans töluð. „Ef Kristur hefði ekki bælt við: Prédikið allri skepnu, hefði eg ekkert látið það koma mér við og farið með það á sama hátt og eg nú fer með Móse; um hann kæri ég mig ekkert; hann kemur mér ekki við“. Biblían og trúarvitundin. Samt sem áður var hið sögulega sjónarmið ekki aðal- atriðið í skoðan Lúters á biblíunni. Hann var of mjög barn sinnar eigin aldar til þess. Síðan hafa hin sögulegu sjónar- mið rutt sér til rúms í hverjum hlut. En eins og tekið var fram hér að ofan, var trúarþörfin það sjónarmið, sem Lúter aðallega dæmdi um bibliuna frá. Að þeirri leið hafði hann sjálfur fundið hana og um leið sálu sinni frið. „Þú verður með sjálfum þér í samvizkunni að finna til Krists og ótvíræð- lega til þess finna, að það er guðs orð, þó jafuvel allur heimur væri á móti því. Á meðan þú hefir ekki þessa til- fmningu, hefir þú enn þá vissulega ekki hragðað guðs orð, en liggur með eyrun við munn og penna mannanna". „Ef vér vildum ekki trúa fagnaðarerindinu, en létum tilleiðast af áliti allrar kristninnar, þá væri það rangt og ókristilegt. Ein-

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.