Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Side 4
172
NÝTT KlRKJtTBLAÍ)
ungis þess vegna ber sérhverjum að trúa, aS það sé guðs
orð og að finna það innvortis, að það sé sannleikur, jafnvel
þó engill af himni og allur heimur prédikaði á móti“.“ „Guðs
orð verður sjálft að fullnægja hjartanu, að umlykja manninn
og ná tökum á honum, svo hann finni sig gagntekinn af því,
hve satt og rétt að það sé.“ Fyrir því talar Lúter um tvo
prófsteinn réttrar kenningar: „Vér verðum að halda fast við
þá kenningu og prédikan, sem vér höfum bæði ákveðinn
stuðning fyrir í biblíunni og líka i reynslunni. Það skulu
vera hin 2 vitni og eins og 2 prófsteinar réttrar kenningar“.
Einatt talar Lúter svo um biblíuna, eins og væri úrskurðar-
vald hennar skilyrðislaust. Hann vill ekki heyra, að neinn
bókstafur sé til hjá Páli, sem eigi allri kirkjunni beri að
halda og hlýða. Samt sem áður er það ávalt reynslan, rödd
sálar hans, sem segir honum til. Hann talar um „heilaga
ritningu og guðs orð“. Með öðrum orðum: „Alt í heilagri
ritningu er honum ekki guðs orð“. Hann spyr sjálfan sig:
„Hvernig getum við vitað, hvað er guðs orð?“ Hann vísar
úrskurðarvaldi páfans og kirkjuþinganna á bug. Svo heldur
hann áfram: „Þú átt á hættu oð fara i gálgann, þú átt líf
þitt á hættu. Þess vegna verður guð að segja þér það í
hjarta þínu: Þetta er guðs orð, annars er það óvíst“. Og
á öðrum stað: „Guð verður að draga manninn lengra, svo
að hann, þegar maðurinn heyrir orðið, gefi honum það í
hjartað, svo að hanu sé viss um að það sé orð föðursins“.
„Það er nauðsynlegt, að samvizkan og hjartað finni það,
annars er það eintóm hræsni“. Samvizkan og hin innri til-
finning eru settar jafnhliða. Hann segir, að enginn skuli
hrekja sig frá því, að guð kenni honum. „Frá því orði skal
mig enginn hrekja, sem guð kennir mér .... Guð verður
að tala i hjartanu". „Eg verð að vera eins viss um það, eins
og tveir og þrír sé fimm“. „Hvað ákveður mig þá? Eng-
inn maður, heldur einungis sannleikurinn, sem er svo öldung-
is hárviss, að enginn fær borið á móti honum“. Það er
sama hugsunin og sú sem hann lætur í ljós i ritinu um her-
leiðinguna í Babýlon: „Mannssálin verður svo hrifin af sann-
leikanum, að hún neyðist til að segja með óbrigðulli vissu
að þetta sé sannleikur“. Þessi sannleikskraftur orðsins til
að þrýsta sannfæringunni fram í hjarta mannsins er vitaskuld