Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Síða 5

Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Síða 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ 173 sama sem kraftur heilags anda: Testimonium spiritus sancti. Þess vegna segir Lúter líka: „Heilagur andi hefir skrifað i hjörtu vor staðhæfingar, sem eru lífinu sjálfu og allri reynslu áreiðanlegri og ábyggilegri“. Hann spyr: „Á hverju veit eg að orðið kemur frá guði? Spyr þú reynslu þína. Þegar orðið sker og lemur . . . . þá er það sent frá guði“. Engu öðru valdi má beita til að sannfæra aðra en valdi sannleikans. Eins og hvítasunnuhvinur þaut sá boð- skapur frá Worms út um allan heim, að það væri engum ráðlegt að breyta gegn samvizku sinni. Það var hin mikla og ógleymanlega yfirlýsing um frelsi og ábyrgð einstaklings- ins. „Hvorki páfi, né biskup, né nokkur maður hefir rétt til að leggja eitt atkvæði kristnum manni á herðar án sam- þykkis hans“. I riti sínu einu, er hann nefnir: „Að krislið mannfélag eða söfnuður hafi rétt og vald til þess að dæma um allar kenningar“ o. s. frv.), gerir liann þetta beint að um- talsefni. Heldur hann því þar fram, að hver kristinn maður hafi réttinn til að rannsaka sjálfur hverja kenningu, og trúa í öllum efnum eftir því sem reynsla sjálfs hans og hinn Iíkn- andi kærleikur guðs bendir honum. Mælikvarðinn. Lúter talaði um „heilaga ritningu og guðs orð“, eins og sýnt er hér að framan. Það kemur heim við þá skoðun nú- tíðarmanna á biblíunni, er heldur því fram, að guðs orð sé i ritningunni. Vitaskuld er langt frá því, að Lúter gerði þenna greinarmun ávalt, svo varfærinn maður var hann ekki. En hann er i huga hans stöðugt, þegar hann gerir sér og öðrum Ijóst hvað í biblíunni sé áherzlu-atriðið, sem alt ann- að beri að dæma eftir. „Það játa ég fyrir sjálfum mér, að þegar ég oft hefi fundið í ritningunni minna en Krist, hefi ég aldrei enn þá fundið svölun“. Eins Ijóst og verða má er þarna tekið fram í rauninni, að hið eina í ritningunni, sem fyrir Lúter hefir verulegt gildi, er Kristur; alt hitt eru um- búðir. Kristur er sannleikurinn og kjarni og þungamiðja ritningarinnar. Þess vegna getur hann sagt: „Hér stend ég, hér býð ég byrginn, hér stolta ég, státa og segi: Guðs orð met ég meira en alt annað, þess vegna vík ég ekki um hárs- breidd frá því, þó þúsund Ágústínusar, Jiúsund Heinzar og

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.