Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Síða 8
176
NÝTT KTRKJUBLAÐ
trúardeyfð og trúleysi sé langtum almennara nú, heldur en
fyrir nokkrum tugum ára; að nú sé allur fjöldinn fráhorfinn
sönnum kristindómi, vilja ekki heyra gubsorð í heimahúsum,
né fara til kirkju. Ef þetta er rétt hjá gömlu mönnunum,
ætli það sé þá ekki af þvf, að hver þykist vera sjálfum sér
nógur, og trúa að eins á mátt sinn og megin, eins og sum-
ir fornaldarmenn gerðu.
Er þá heimurinn með öllu sinu striti, eymd og vesöld,
og eftirsókn eftir fallvöltum og fánýtum hlutum sjálfum sér
nógur? Eða er trúarþörfm minni nú en var? Ellegar hefir
sarsauki lífsins minkað við mentunina? Eg held ekki; því
við aukna mentun verður vaxandi sársauki.
Afarmikið svartsýni er þá trúleysið. Að hugsa sér „þau
harmasárin djúpu“, að skilja við ástvin sinn á dauðastund-
inni; hversu átakanleg hlýtur þá sú sorg að vera að skilja
við hann um alla eilífð.
Eg hugsa að margir falli frá trúnni um tíma, á meðan
blóðið svellur í æðum og áhuginn og mentaþráin er mest
eftir vísindalegum sönnunum um lífið og tilveruna, en svo
komi hún aftur þegar áhuginn minkar og sorgir og erfiðar
kringumstæður þrengja að.
Hér er eitt dæmi efalaust af mörgum. Þegar ég var
fermdur trúði ég miklum hluta af því, sem i kverinu mínu
stóð. Mér þótti þó sumt ótrúlegt, einkum um hinn eilífa eld
og fl. En ég hafði ekki einurð á að spyrja prestinn um
það; ég hugsaði, að presturinn ætti að spyrja, en ég að svara
með orðum kversins.
Eftir ferminguna las ég allar bækur, sem ég náði til,
bæði sögubækur og fræðibækur. Og með tímanum þóttist
ég svo komast að þeim sannindum, að kverið væri fræðikerfi
mjög ósennilegt, og biblían væri að nokkru leyti skáldsaga,
og jafnframt saga Gyðingaþjóðarinnar og Krists og postul-
anna, sem ekki væri áreiðanleg vegna mótsagna.
Eg trúði ekki á guðdóm Krists eða upprisu hans, og
skoðaði Krist sem mannkærleikans postula, er dó fyrir gott
málefni. Lífeðlisfræðin kendi mér, að sálin deyr jafnt líkam-
anum. Og ég hugsaði, þar sem ekkert lif væri eftir dauðann,
þá væri engjnn guð til, og hefði aldrei verið til, nema guðir
þjóðanna, sem þær hef'ðu hugmyndað sér á umliðnum öldum.