Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Blaðsíða 9
_________NÝTTKIRKJTTBLAÐ^ 177 Eg hugsaði eitthvah ]iessu likt: Lifðu vel. Njóttu lífs- ins og dej' svo. Eg fór a5 líta í kringum mig eftir gæðum lífsins. Og hvað var að sjá ogfinna? Erfiðleikar og lífskvalir og hörm- ungar fyrir fjöldanum; og hverfa svo að enduðu lífinu i eyði- leggingu og í hið óendanlega djúp gleymskunnar. Ó! það ginnungagap tortímingar! Eg kendi börnum á vetrum, og lika kristindóm. Eg reyndi að gera kristindómskensluna eins Iifandi og ég gat, og setti hana í samband við náttúruna, og hafði Krist til fyr- irmyndar í trúfræði og siðalærdómi. En alt fyrir það fanst mér kristindómskenslan dauf og líflaus og jafnvel hræsnis- kend; af því að ég varð aðeins að hlýða yfir sumar grein- arnar án þess að útskýra þær, af því ég trúði þeim ekki sjálf- ur. Það getur enginn kent vel kristindóm, nema sá, sem er trúaður sjálfur. Að kenna vel kristindóm, er að kenna að lifa. Nokkru síðar kom atvik fyrir i lifi mínu, er gerði breyt- ingu á trúarskoðun minni. Dauðinn, hinn helkaldi og miskunnarlausi dauði, tók frá mér einkabarnið mitt. „Dáin, horfin“, um alla eilifð. Ó það harmadjúp! Al- drei framar að sjá þau bláu og skæru og saklausu augu. Al- drei framar að heyra þá hvellu og hressandi barnshlátra. Óg aldrei framar að taka hana í faðm sinn, og finna kinn við kinn, og hinar smáu og aðlaðandi barnshendur liggja um hálsinn. Það djúpa sár verður aldrei, aldrei grætt. Og „ég starði út í eilífan geiminn“, og hver spurningin kom á eftir annari: Deyr annars barnssálin, þó líkaminn deyi? Getur það verið? Lífið er þá einskisvert; það er þá fyrir flesta „blóðrás og logandi und“, og svo eilífur dauði, en engin lækning. Það er óhugsandi að lífið sé slík hermd- argjöf. Þá vaknaði barnstrúin aftur og endurminningarnar um æskuna. Hvað ertrú? Eg las Krists kenningar og fann þar það sem ég þráði: „Sælir eru þeir sem ekki sáu, og trúðu þó“. „Vér lifum í trú, en ekki í skoðun“. Nú vilja menn snúa við setningunni og segja: Vér lifum í skoðun, en ekki í trú. Nú treysta menn vísindunum og vilja ekki trúa, nema þeir fái vísindalegar sannanir fyrir trú sinni. Er það trú?

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.