Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Side 16

Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Side 16
184 NÝTT KIRK.TUBLAÐ _ fiútersminninqin að dri. C^9 J Sameiginlegt hátíðahald er viðkvæðið hjá bræðrum vor- um fyrir vestan haf, og verður það varla með öðru rnóti en einhverjir þeirra sæki oss lieim. Við hér heima það gelu- minni og viljaminni að fara vestur um haf. Siðbótarminningin er dagbundin við 31. október, verður þá að sjálfsögðu á næsta helgum degi eða næstu helgum dögum haldin minning siðaskiftanna í kirkjum landsins. En sá tími ársins væri löndum vorum vestra illa og óheppilega valinn til ferðarinnar. Er beztur timinn fyrri hluti sumars, rétt um og eftir Jónsmessu, eða einmitt venjulegi synódus- tíminn. Varla getur maður hugsað sér það hátíðahald annarstað- ar en i Reykjavík. Þar yrði safnaðarfólkið lang-flest við, og þar er beztur húsakostur. Aðallega yrðu það ræðuhöld um Lúter og lifsstarf hans, umtalsefnið yrði saga siðbótarinnar úti í heimi og hér heima, og minning hennar beztu manna, er næst tóku við. Verkefnið svo mikið og margvíslegt, að eigi sér út yfir. Þessa er nú þegar minzt svo snemma vegna landa vorra í Vesturheimi. Heyrist betur frá þeim síðar, hvernig þeir hugsa sér hluttökuna. 1 annan stað er skorað á alla þá presta, er flytja vildu í sambandi við sýnodushald í Reykja- vík 1917 erindi um eða út af siðbót Lúters að gefa sig fram um það við biskup hið fyrsta. Áskorun þessari er beint til presta, þar sem minningin eða hátiðahaldið fer fram á prestastefnu landsins, en ekki mundi hendi stungið við verklegri hluttöku leikmanna. Síð- ur en svo. Blaðið telur sér sérstaklega skylt að flytja nú um sinn minningargreinar á marga vegu um Lúter og siðbót hans, og væntir hluttöku vina sinna, að gera alla þá minning sem fylsta og rækilegasta, og sem sannasta í alla staði. N. Kbl. 24 nr. á ári, 2 kr. — 75 cents í Vesturh. Eldri ár- gangar fáanlegir fyrir hálfvirði, þó ekki 3. árg. nema allir sóu keyptir. ~ Ritstjóri: ÞÓRHALLUR BJARNARSON. ~ Félagsprentsmiðjan.

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.