Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1945, Qupperneq 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1945, Qupperneq 7
6. HEFTI 18. ÁRG. 1945 TÍMAMIT IBNAÐARMANNA GEFIÐ Ú T A F LANDSSAMBANDI IÐNAÐARMANNA í REYKJAVÍK — tf ólahugleiðing: Á þessum jólum var bjartara yfir en verið liefir undanfarin ár. Hinu geigvœnlega styrj- aldaræði er aflétt að miklvt leyti. Ennþá er þó langt í land að fullkominn friður sé feng- inn. Eftirköst og afleiðingar liinnar miklu orrahríðar munu fylgja núlifandi kynslóð og niðjum hénnar eins og dimmur skuggi fram í ókomna tíð. En vopnaviðskiptunum lauk á þessu ári, sem nú er að kveðja, og er það vit- anlega fyrsta skilyrðið, fyrsta skrefið upp á við til betri og bjartari tíma. Vel máttum við Islendingar fagna þessum fyrstu friðarjólum að slríðinu loknu, með þakklæti í hjarta. Fyrst og fremst fyrir það, að land vorl slapp við þ'ær ógnir að verða vígvöllur. En einnig og engu síður fyrir hitt, að þjóðir ])ær, sem hörðust fyrir frelsi og mannréttindum, unnu sigur á harðstjórn og kúgun. Góður vinur minn einn, sem er vitur maður, óskaði mér og nokkrum öðrum gleði- legra jóla með þessmn orðum: „Ég óska ykk- ur þess að Iiin mikla verzlunarhátíð sem fer í hönd, byrgi ekki fyrir ykkur jólin“. Ég vildi að honum yrði að ósk sinni, en ég er hræddur um að mörgum liafi reynzt erfitt að koma auga á jólin bak við glysvarninginn og glasaglauminn. Ég get ekki varizt þeirri skoðun að á síðustu áratugum hafi hátíða- gleði jólanna fjarlægzt hið upprunalega til- efni. Jólagleðin hefir smátt og smátl snúizt upp i verzlunarbrall og víndrykkjusvall. Þeir, sem keyptu og seldu í musterinu forðum, hafa slegizt í för með Gyðingnum gangandi. I þeirra augum eru jólin fyrst og fremst tækifæri, sem sjálfsagt er að nota sér sem hezt. Tækifæri til að auðga sig og eiga góða daga. Þelta er mannlegur hreyskleiki. Allir þrá að eiga góða daga. Allir heil- brigðir menn þrá betri og bjartari heim. Meira frelsi, minna strit. Meiri heilhrigði, minni sársauka. Meiri fögnuð, minni sorg. I stuttu máli: Allir þráum vér liamingju. En leiðirnar, sem menn fara til að fullnægja þeirri þrá, eru margar og misjafnlega skyn- samlegar. Sumir taka þá leiðina, sem veitir augnahliksnautn í stað varanlegrar gleði. Það er hin hæga leið, sem hallar undan fæti. En leiðin til hamingju liggur æfinlega á hratt- ann. Það er að segja, enginn öðlast sanna hamingju nema hann vinni til hennar sjálfur. 1 öllum þrautum og þrengingum mannanna liefir jafnan einhver vonarstjarna lýst þeim fram á veginn. Eitthvert fyrirheit um hetri tima, eitthvað sem frelsar oss frá illu og veitir hið þráða hnoss. Sumum hirtist þetta fyrirheit í einhverri ákveðinni stjórnmála- stefnu, eða sérstöku fjármálakerfi. Aðrir eygja fyrirheitna landið í ljósi fornra lielgi- 89

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.