Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1956, Blaðsíða 3

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1956, Blaðsíða 3
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 3 ‘ttúsnœðisþöri látinn bera byrðarnar fyrir bina atvinnuvegina. Hvernig á iðnaður- inn að standa þannig undir halla- rekstri útvegsins og jafnframt vera samkeppnisfær um verð við erlend- an iðnað, eins og einstakir útvegs- menn iirópa manna liæst um? Það er furðulegt, hve fáránlegar hug- myndir einstaka menn geta fengið. Hér að framan er vikið að þvi, iivernig iðnaðurinn gleymdist alveg, ])egar tekjuafgangi rikissjóðs fyrir s.l. ár var ráðstafað. Rétt er og að líta hér á, hvernig fjárveitingum ríkissjóðs til atvinnumála er iiáttað að öðru leyti. Á fjárlögum ársins 1954 voru veittar til landbúnaðar- mála 36,2 millj. króna, til sjávar- útvegsmála 6,1 millj. króna, og til iðnaðarmála 2,1 millj. króna. Á fjár- lögum þessa árs eru fjárveitingar þessar: til landbúnaðarmála 43,6 millj. króna, til sjávarútvegsmála 10,7 millj. króna, og til iðnaðarmála 2,5 millj. króna. Bcnda þessar tölur greinilega á það, að ástæða sé fyrir iðnaðarmenn, að leitast við að auka áhrif sín innan vébanda Alþingis. Hér hefir þá verið brugðið upp nokkrum svipmyndum af því, hver munur sé á aðstöðu iðnaðarins og annarra aðalatvinnuvega þjóðar- innar i dag. Iir þá jafnframt verl að bafa í huga, að þess er ekki kost- ur að gera þessum samanburði tæm- andi skil í stuttri grein. Verður það og ekki gert nema að undangenginni itarlegri rannsókn, en þessi dæmi ættu líka að nægja til þess að sýna, hve mjög skortir á, að iðnaðurinn njóti nú jafnréttis við aðra aðal- atvinnuvegi þjóðarinnar. Landbúnaður og fiskiveiðar hafa frá upphafi verið þeir atvinnuveg- ir, sem þjóðin hefir treyst á um lífsafkomu sina, og er því að vonum að lagt hafi verið kapp á að hlynna að þeim, en nú fyrst eru að opnast augu manna fyrir þvi, að iðnaður- inn sé einnig ómissandi fyrir þjóð- ina, ef lífvænlegt á að vera í þessu landi. Það er því eðlilegt, að iðn- aðurinn hafi ekki enn náð því að skapa sér jafngóða aðstöðu í at- vinnulífi þjóðarinnar. en nú verður liann að vinna markvisst að því, að fá þýðingu sína fyrir þjóðarbúið ekki aðeins viðurkennda í orði, heldur éinnig í verki. Tími jafnrétt- í síðasta hefti var skýrt frá skip- un nefndar til þess að rannsaka húsnæðisþörf iðnaðarins. Hinn 17. sept. s.l. skipaði iðnaðarmálaráð- herra til viðbótar í nefndina þá Axel Kristjánsson, framkvæmda- stjóra, og Harry Frederiksen, fram- kvæmdastjóra. Nefndin hefir starfað um skeið og óskað m. a. eftir upplýsingum frá iðnfyrirtækjum og iðnaðar- mönnum með auglýsingu, er birtist i dagblöðunum 22.—25. sept. s.I. Er þar spurt um eftirfarandi: 1. Teljið þér að húsnæðisskortur hindri eðlilega þróun fyrirtækis yðar, eða veiki að einhverju leyti samkeppnisaðstöðu yðar gagn- vart erlendum iðnaði? 2. Hve mikið þurfið þér að byggja næstu 3—4 árin til þess að mæta brýnustu þörfuni yðar fyrir iðnaðarhúsnæði? (Tilgreinið rúmmetrafjölda og áætlað kostnaðarverð). 3. Hafið þér byggingarlóð? (Til- isbaráttu iðnaðarins er runninn upp, og skyldi enginn gera sér gyllivonir um auðunninn sigur, þar sem við marga erfiðleika er að etja. Nú þeg- ar hefir ýmsum merkum áföngum verið náð, og áfram verður að sækja til þess að sigra í áföngum, þar sem viðfangsefnin eru umfangsmikil og margþætt. Jafnréttisbarátta iðnaðar- ins kann að standa mörg ár eða áratugi, allt eftir því, livernig til tekst og á málum er haldið, en því aðeins er hægt að vænta þess, að hún beri skjótan og góðan árangur, að i henni sæki fram öflug og sam- 'huga stétt. Iðnaðarmenn verða að standa vörð um, og efla samtök sin, til samstilltra átaka að settu marki. Þeir geta ekki látið sér nægja að kjósa sér forustu, og krefjast síðan alls af henni, en sýna sjálfir félags- legt tómlæti, svo sem um of hefir viljað brenna við. Því aðeins getur forustan beitt sér til mikilla átaka og náð góðum árangri, að hún hafi, finni og geti sýnt öfluga og samstillta heild að baki sér. Leggist því allir á eitt, iðnaðarmenn, og treystið sam- tök ykkar til þess að skapa stétt iðnaðarins greinið stað og stærð). 4. Að hve miklu leyti hefir fyrir- tæki yðar eigið fjármagn til að byggja fyrir? 5. Hvaða möguleika hafið þér til að fá lánsfé til þéirra bygginga- framkvæmda, sem þér teljið nauðsynlegt að hefja? Nefndin leggur áherzlu á að iðn- aðarfyrirtæki og iðnaðarmcnn sendi sem gleggst svör við fyrirspurnum þessum, og skulu þau hafa bor- izt formanni nefndarinnar, Helga Eyjólfssyni, framkv.stjóra, Miklu- braut 3, Reykjavik, eigi síðar en 1. nóvember n.k. Iðnaðarmenn þeir, er hér eiga hlut að máli, eru hér með sérstaklega hvattir til að senda í tæka tíð svör sin til þess að fram komi scm réttust mynd af ástandinu í húsnæðismálum iðnaðarins, þar sem vænta má, að þær aðgerðir, sem kann að verða gripið til, til lausnar þessu vanda- máli, verði miðaðar við niðurstöður þessarar rannsóknar. 18. Iðnþing hlendinga verður sett í Iteykjavík 23. okt. n. k. Stjórn Landssambands iðnaðar- manna leggur eftirtalin mál fyrir þingið: 1. Upptaka nýrra sambandsfélaga. 2. Innflutningur iðnaðarvara og iðnaðarvinnu. 3. Iðnaðarbankinn og lánaþörf iðnaðarins. 4. Iðnfræðsla og iðnskólar. 5. Innflutningur vélbáta og endur- nýjun véla i fiskibátum. 6. Iðnaðarmálastofnunin. 7. Skatta- og tollamál. 8. Skipulagsmál byggingariðnaðar- ins. 9. Húsnæðisþörf iðnaðarins. 10. Breyting á lögum Landssam- bandsins. 11. Iðnsýningar. 12. Önnur mál. ykkar þann sess í þjóðfélaginu sem henni ber. Þannig tryggið ])ið ykluir bezl betri og bjartari framtíð.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.