Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1956, Blaðsíða 2

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1956, Blaðsíða 2
2 TlMARIT IÐNAÐARMANNA að Landssambandið teldi samiþykkt þess aðeins spor i rétta átt, en að lokatakmarkinu væri ekki náð, fyrr en Alþingi og ríkisstjórn sýndu í verki sama stuðning við lánastofn- anir iðnaðarins, og lánastofnanir landbúnaðar og sjávarútvegs. Frumvarpið náði þó ekki sam- þykki Alþingis, en bar þann árang- ur, að framlagið til Iðnlánasjóðs var á fjárlögum hækkað upp í kr. 450.000,00. Frv. þetta var enn flutt i byrjun þessa þings af þeim Magnúsi Jóns- syni og Jólianni Hafstein, og taka flm. m. a. fram í greinargerð, að frá því er Iðnlánasjóður tók til starfa skv. lögum frá 1935, hafi liann verið nær eina lánastofnunin i landinu, er veitti iðnaði og iðju sanmingsbundin lán til langs tíma með hagstæðum vaxtakjörum. Hafi starfsemi sjóðsins því komið mörg- um að góðum notum, svo langt sem hún hafi náð, en starfsfé sjóðsins 'hafi frá byrjun verið alltof lítið, en þarfir iðnaðarins fyrir aukið láns- fé vaxið með ári hverju. Þróun iðnaðarins hafi og verið sérstaklega ör undanfarin ár, og sé hann nú mikilsverður þáttur í atvinnulífi landsmanna, þriðji höfuðatvinnu- vegurinn við hlið landbúnaðar og sjávarútvegs. Með þvi að auka fjár- ráð Iðnlánasjóðs séu iðju og iðnaði veittir auknir möguleikar til nauð- synlegrar fjárfestingar. IÐNAÐURINN FÁI SJÁLFUR AÐ BYGGJA UPP SINN STOFNLÁNA- SJÓÐ. Eftir að framangreind samþykkt síðasta Iðnþings um byggingarlána- sjóð var birt, fluttu sömu þingmenn og standa að fyrrgreindu frv. ann- að frv., þar sem lagt er til, að gjald af innlendum tollvörutegundum skiptist að jöfnu milli ríkissjóðs og Iðnlánasjóðs. í greinargerð vísa flm. fyrst til frv. síns um Iðnlána- sjóð, er að framan greinir, en segja síðan: „Síðan frv. þetta var lagt fram, hefir Iðnþing rætt ýtarlega lánamál iðnaðarins og Iagt áherzlu á nauð- syn þess, að iðnaðurinn fái sér- stakan byggingarlánasjóð, hliðstæð- an stofnlánasjóðum landbúnaðar og sjávarútvegs." Flm. telja hér um fullkomið sann- girnismál að ræða, vegna hinnar miklu þjóðhagslegu þýðingar iðn- aðarins, en Iðnlánasjóður sé nú þess alls ómegnugur að veita lán til stórframkvæmda, og tvöföldun á framlagi til hans bæti ekki úr þessari miklu þörf, heldur sé með þvi aðeins leitast við að auðvelda sjóðnum að hlaupa undir bagga með smálánveitingum, þvi þótt sjóður- inn hafi ekki getað veitt stórlán, hafi hann samt tryggt mörgum iðn- fyrirtækjum starfsgrundvöll. Ennfremur segja flm. í greinar- gerð, að þeir telji sjálfsagt, að Al- þingi mæti sanngjörnum óskum iðn- aðarsamtakanna um stofnlánasjóð. Þeir benda á, að Fiskveiðasjóður sé byggður upp af sjávarútveginum sjálfum með ákveðnu gjaldi af sjáv- arafurðum, og á sama hátt sýnist eðlilegt og sanngjarnt að iðnaður- inn njóti sjálfur að verulegu leyti þess gjalds, sem honum er gert að greiða af framleiðslu sinni. Loks vísa flm. til þess, að þeir hafi áður iagt til, að Iðnlánasjóður verði ein- göngu stofnlánasjóður, og virðist þeim því heppilegra að leysa stofn- lánaþörfina í gegnum liann, en að stofna nýjan sjóð. Á frv. til fjárlaga fyrir árið 1957 er gjald af innlendum tollvöruteg- undum áætlað 11 millj. króna, og er þannig með framangreindu frv. lagt til, að Iðnlánasjóður fái þarna árlegt framlag, er nú mundi nema eigi minna en 5,5 millj. króna. Væri að því mikill fengur, þar sem eins árs framlag næmi þá hærri upphæð, en allt það fé, sem sjóðurinn hefir nú til umráða, eftir 20 ára starf, sem er aðeins ca 4,7 millj. króna. Má í þvi sambandi minna á, að frá stofnun Iðnlánasjóðs var árlegt framlag ríkissjóðs kr. 25.000,00 fram til ársins 1941, en þá var það hækk- að í kr. 65.000,00, og árið 1946 var það loks hækkað i kr. 300.000,00, og stendur svo enn, þótt framlagið hafi verið hækkað i kr. 450.000,00 á fjárlögum tveggja siðustu ára. Ekki er þó síður ástæða til þess að veita þvi athygli, að hér er lagt til, að farið sé inn á nýja braut, sem er sú, að iðnaðurinn fái tækifæri til þess að byggja sjálfur upp sína lánastofnun, með því að til hennar renni hluti af því mikla fjármagni, sem árlega rennur til rikissjóðs frá iðnaðinum. Kemur þá og til álita, þar sem innlendar tollvörutegundir eru aðeins litið brot af innlendu iðnaðarframleiðslunni, hvort Iðn- lánasjóður gæti eigi á einhvern hátt notið tekna af allri seldri iðnaðar- framleiðslu og þjónustu, og liggur þá beinast við, eins og nú er málum háttað, að tiltekinn hluti þess sölu- skatts, sem iðnaðurinn greiðir, yrði látinn renna i Iðnlánasjóð. FYRIRHEIT IÐNAÐAR- MÁLARÁÐHERRA. Þegar fyrrgreint frv. til laga um Iðnlánasjóð kom til 1. umræðu á Alþingi um miðjan nóv. s.l. kvaddi iðnaðarmálaráðherra, Gylfi Þ. Gislason, sér hljóðs og lýsti afstöðu sinni til Iðnlánasjóðs. Hann sagði að iðnaðurinn væri nú orðinn lang- stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar, og væri þvi fyllsta ástæða til þess að hyggja að því, hvernig að hon- um væri búið hvað lán snerti. Til skannns tíma hefði aðeins verið til ein stofnun, er hefði átt að sjá iðn- aðinum fyrir lánum, þ. e. Iðnlána- sjóður. Hefði hann átt að sjá um stofnlán, en síðan hefði Iðnaðar- bankinn verið stofnaður til þess að sjá um rekstrarlán. Ráðherrann gerði síðan samanburð á stofnlánum til atvinnuveganna, og sýndi fram á, að árið 1955 hefði sjávarútveg- urinn fengið 12 milljónir króna og landbúnaðurinn 52 milljónir króna til stofnlána, en iðnaðurinn aðeins 0,4 millj. króna. Kvaðst hann ekki telja eftir það fé, sem færi til land- búnaðar og sjávarútvegs, en iðnað- urinn þyrfti einnig að fá sinn hlut. Væru lánsfjármál iðnaðarins og nú i athugun hjá rikisstjórninni, og mætti brátt vænta tillagna hennar um eflingu Iðnlánasjóðs. Vert er að fagna þessuin yfirlýs- ingum iðnaðarmálaráðherra, þar sem þær gefa vonir um, að í tillög- um ríkisstjórnarinnar verði búið svo um hnútana, að iðnaðurinn fái sinn hlut réttan. Hljóta rnenn að bíða þeirra lillagna með eftirvænt- ingu, og að öllu samanlögðu virðist rökstudd ástæða til þess að mega vænta þess, að Iðnlánasjóður verði efldur verulega, áður en yfirstand- andi Alþingi lýkur störfum. Mun verða fylgst af athygli með því, hver afstaða Alþingis verður til þessa mikla nauðsynja- og réttlætis- máls iðnaðarins.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.