Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1958, Blaðsíða 1
6. hefti
31. árg. 1958
9
GEFIÐ UT AF LANDSSAMBANDI IÐNAÐARMANNA
Frá 12. Norræna Iðnþinginu í Osló.
Dagana 3. og 4. október s.l. var
háð í Osló 12. Norræna Iðnþingið.
Var það lialdið í hátíðarsal iðnaðar-
mannahússins í borginni og sett af
formanni Norræna iðnsambandsins,
Norðmanninum Iíaare Aass. Var
þingsetningin mjög hátiðleg og má
geta þess að hljómsveit norskra
iðnaðarmanna lék við þetta tæki-
færi.
Auk kjörinna fulltrúa voru við-
staddir þingsetninguna iðnaðar-
málaráðherra Noregs Gustav Sjaa-
stad, sendiherrar Norðurlanda i
Noregi og helztu forvígismenn iðn-
aðarins í landinu. Flutti iðnaðar-
málaráðherrann þinginu kveðjur
ríkisstjórnar Noregs og árnaði því
heilla í störfum sinum.
Siðan fluttu formenn norrrænu
iðnsambandanna þinginu kveðjur
sinna samtaka. Frá Landssambandi
iðnaðarmanna talaði Sveinbjörn
Jónsson, forstjóri, en liann mætti á
þinginu fyrir forseta Landssam-
bandsins, Björgvin Frederiksen, sem
gat ekki sótt þingið af óviðráðanleg-
um orsökum.
FYRIKLESTUR UM FRÍVERZLUN.
Þegar formennirnir höfðu lokið
ávörpum sínum, tók til máls Kaare
Petersen, fulltrúi í Verzlunarbank-
anum í Osló og hélt ítarlegan fyrir-
lestur um fríverzlunarmálin.
Gat liann þess m. a., að samkvæmt
athugun, sem iðnaðarmálaráðuneyt-
ið í Noregi hefði gert, myndi 42%
af iðnaði landsins, reiknað eftir
framleiðsluverðmæti, ekki verða
fyrir neinum áhrifum af fríverzlun,
en liins vegar mun fríverzlun hafa
óveruleg áhrif á 18%. Nálægt 20%
af iðnaðinum mun í raun og veru
finna fyrir samkeppninni.
Ef fríverzlun Evrópu yrði komið
á með skjótum hætti og án fyrir-
vara, myndi spá bölsýnismannanna
rætast. En engin ástæða er til þess
að halda að svo verði, þar sem gert
er ráð fyrir því, að tollar verði smám
saman lækkaðir á næstu 12—15
árum.
Fari svo sem búist er við, mun
friverzlun hafa i för með sér út-
þenslu. Löndin nninu þarfnast nýrra
tækja tii þess að keppa á nýjum
Stjórn Norræna iðnsambandsins við setningu þingsins, talið frá vinstri: Sveinbjörn Jónsson (mætti fyrir
Björgvin Frederiksen), Lauri Viljanen, Finnlandi, Kaare Aass, Noregi, formaður, Stig Stefanson, Svíþjóð
og Poul Persson, Danmörku.