Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1958, Síða 2
2
TÍMARIT IRNAÐARMANNA
markaði og þar af leiðandi mun
skapast vinna, ekki einungis fyrir
þau fyrirtæki, sem bezt standa að
vigi heldur einnig fyrir hin, sem
standa ver að vígi. Við höfum góða
reynslu af tollabandalagi Belgíu,
Luxembourg og Hollands, sem hófst
á tímum mikillar útþenslu. Þar hefði
verndaður iðnaður staðið sig vel,
þrátt fyrir aukna samkeppni.
Einungis ákvörðun um þátttöku í
fríverzlun Evrópu er nægileg til
þess að hafa áhrif á atvinnulífið.
Þessi framvinda málanna er óum-
flýjanleg þ. e. a. s. hafi atvinnu-
lifið verið mótað fyrir stói-an ev-
rópskan markað, mun vera nærri
ógjörningur að hörfa til atvinnu-
lifs, sem nýtur tollverndar. Þess
vegna eru umræðurnar og þær
breytingar, sem gera jjarf á atvinnu-
lifi Evrópu svo mikilvægar, sagði
Kaare Petersen að lokum.
UMRÆÐUR UM SKÝRSLUR
IÐNSAMBANDANNA.
Eftir bádegi á föstudaginn voru
lagðar fram skýrslur iðnsamband-
anna og voru þær til umræðu.
í skýrslu Iðnsambands Danmerkur
kom fram, að fyrir tveim árum síð-
an gengu i gildi ný iðnfræðslulög
þar í landi. Er gert ráð fyrir því í
þeim, að settir séu á stofn undir-
búningsskólar, sem kenna skulu
nemendum að þekkja verkfæri og
verkefni iðnaðarinnar. Með því móti
verður meisturum strax lið að nem-
endum og franileiðslan mun aukast.
Undirbúningsskólarnir, sem á viss-
an hátt eru prófsteinn á hæfi nem-
andans í iðninni, opna möguleika
þess, að unnt sé að stytta námið um
liálft ár.
í Iðnsambandi Danmerkur eru 9')
meistarafélög og 308 iðnaðarmanna-
félög.
í skýrslu Iðnsambands Finnlands
er drepið á erfiðar aðstæður iðnað-
arins vegna fjárskorts og þungra
skattaklyfja. Ennfremur segir, að
1956 hafi verið stofnsettar 8 ráð-
gefandi stofnanir víðsvegar um land-
ið, sem heyri undir iðnaðarmála-
ráðuneytið. í hverir stofnun eru
starfandi einn tæknilegur ráðunaut-
ur og einn sérfræðingur í reksturs-
skipulagningu. Stofnanir þessar láta
í té endurgjaldslausa jjjónustu og
hafa traust samstarf við iðnaðar-
mannafélög viðkomandi staða.
I skýrslu Iðnsambands Svíþjóðar
segir, að nið opinbera liafi á siðari
árum iiðlast betri skilning á vanda-
málum iðnaðarins og þýðingu hans
í þjóðarbúinu, enda séu starfandi
112.000 til 113.000 fyrii-tæki i smá-
iðju og iðnaði í landinu, sem veiti
um 500.000 manns atvinnu.
í skýrslu Iðnsambands Noregs er
skýrt frá því, að menntun sveina sé
komin í fast horf. Aftur á móti verð-
ur að taka til meðferðar, hvaða kröf-
ur rétt sé að gera til tilvonandi
meistara.
í skýrslu Landssambands iðnað-
armanna er getið um framvindu
belztu mála iðnaðarins svo sem iðn-
fræðslulögin, Iðnaðarbankann h.f.
og Iðnlánasjóð, fyrirhugaða skipun
meistaraprófsnefndar, stofnun Iðn-
aðarmálastofnunar o. s. frv.
Þegar umræðum var lokið um
skýrslurnar, var gert hlé á fundi.
Var þá fulltrúunum haldin veizla i
KNA hótelinu i Osló í boði norskra
iðnaðarmanna. Sátu hana einnig þeir
Eiler Krog Prytz, gullsmíðameistari
og lögfræðingur og Arthur Nordlie,
fyrrverandi stórþingsmaður, en þeir
eiga báðir að baki langan og giftu-
ríkan starfsferil í samtökum norskra
iðnaðarmanna og eru báðir heiðurs-
félagar Norska iðnsambandsins.
ERINDI EGIL EINARSEN
OG UMRÆÐUR.
Næsta dag eða Iaugardaginn 4.
október flutti Egil Einarsen, skóla-
stjóri „Oslo tekniske Skole“ erindi
um iðnfræðslu. Gat hann þess í upp-
hafi, að engin stétt þjóðfélagsins
hefði fyrr eða síðar gert eins mikið
af því að kenna starfsgrein sína sjálf
eins og iðnaðarmenn. Hann sagði, að
undir iðnfræðslu stæðu fjórir horn-
steinar: forskólar, sjálft iðnnámið,
framhaldsnám með námskeiðum og
tækniskólar, sem útskrifa iðnfræð-
inga. f Noregi kvað hann vera um
78 verkstæðisskóla. Ennfremur væri
starfandi kennaraskóli fyrir iðn-
kennara. Tók hann til starfa fyrir
ári síðan.
Egil Einarsen skýrði frá þvi, að
lítið væri um nýjar námsaðferðir í
iðnfi’æðslunni og fyrirkonnilag nær
óbreytt síðastliðin 25 ár. Lagði
hann áherzlu á fræðslu, sem leiddi
af sér aukna framleiðslu. Þess vegna
þyrfti að gefa gaum nýjum nánis-
aðferðum og kennslufyrirkomulagi.
Stytta mætti námstímann um allt að
helming með bættu fyrirkomulagi
og auknum kröfum til iðnnema.
Ennfremur benti hann á það, að
iðnfyrirtæki þyrftu meira á bók-
menntuðum mönnum að balda nú
Gestir við þingsetninguna talið frá vinstri: Haraldur Guðmundsson,
ambassador, Ilans Jakob Hansen, ambassador Danmerkur í Noregi, Iíolf
Edberg, ambassador Svíþjúðar í Noregi og iðnaðarmálaráherra Nor-
egs, Gustav Sjaastad.