Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1958, Blaðsíða 4

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1958, Blaðsíða 4
Minningarorð. Guðmundur H. Þorláksson húsameistari og skrifstofustjóri. Guðmundur H. Þorláksson skrif- stofustjóri Landssambands iðnaðar- manna andaðist að morgni sunnu- dagsins 31. ágúst s.l. sjötugur að aldri. Fráfall hans kom öllum á ó- vænt, daginn áður kom liann til vinnu sinnar, hress og glaður að vanda, en að sólarhring liðnum var liann horfinn yfir landamærin miklu. Guðmundur var fæddur í Reykja- vík 4. október 1887, sonur lijónanna Þorláks Teitssonar, skipstjóra frá Götuhúsum og Guðlaugar Halldórs- dóttur, konu hans. Á unga aldri nam Guðmundur snikkaraiðn hjá Eyvindi Árnasyni, vann síðan að smíðum og var um skeið verkstjóri í Völundi. Um Jirí- tugsaldur fór hann til Kaupmanna- liafnar og dvaldi Jiar árlangt við nám í húsateikningum. Eftir heim- komuna lagði liann einkum stund á húsateikningar, en var síðan bygg- ingafulltrúi í Reykjavik í nokkur ár. Eftir Jjað starfaði hann um átta ára skeið hjá húsameistara ríkisins. Ferðaðist hann J)á víða um landið, bæði til eftirlits með opinberum byggingum, og til undirbúnings stærri og smærri opinberra bygg- inga. Hjá húsameistara vann Guð- mundur og að teikningum ýmissa opinberra stórbygginga, þar á meðal Þjóðleikhússins. Eftir að Guðnmnd- ur liætti störfum hjá húsameistara, vann liann sjálfstætt að liúsateikn- ingum og umsjón bygginga í Reykja- vik, og hin siðustu fimmtán ár, er liann var skrifstofustjóri Lands- sambands iðnaðarmanna, stundaði hann jafnan cinnig húsateikningar. Guðmundur H. Þorláksson var í senn vandvirkur og afkastamikil) húsagerðarmeistari, og er hann J)ví einn í ])eirra hópi, sem mest áhrif hafa haft á J)ann svip, er Reykja- vik hefir tekið á sig á undanförnum áratugum. Hann hefir lagt rikulegan skerf til J)ess að byggja Reykjavik upp, J)ann tíma, er hún var að breyt- ast úr bæ í borg, og allt til þessa dags. Mun Reykjavík lengi bera verkum hans merki. Má meðal ann- ars nefna, að eitt af hans stærstu verkum, eftir að hann fór frá húsa- meistara ríkisins, er stórhýsi það, er Sveinn higilsson lét reisa við Hlemmtorg, milli Laugavegs og Hverfisgötu, og sem blasir við hverj- um þeim, er kemur til bæjarins eftir Suðnrlandsbraut og niður Laugaveg. Guðmundur kvæntist árið 1920 eft- irlifandi konu sinni, Ingunni Tómas- dóttur. Eignuðust þau fjögur börn, einn son og ])rjár dætur, öll hin mannvænlegustu, og eru þau nú öll uppkomin og gift. Hjónaband Guð- mundar og Ingunnar var með ágæt- um, þótt oft væri vinnudagur liús- bóndans mjög langur. Þau bjuggu lengst af i Vesturbænum, enda var Guðmundur Vesturbæingur i húð og hár, en fyrir nokkrum árum byggðu þau sér myndarlegt hús að Kirkju- teig 14, þar sem þau bjuggu sér fag- urt og aðlaðandi heimili. Guðmundur lét félagsmál iðnaðar- manna snemma til sín taka og gekk hann ungur að aldri í Iðnaðar- mannafélagið í Reykjavík. Á hann þar þann einstaka starfsferil, að hafa verið ritari félagsins í 40 ár samfleytt, og sannar það be/.t traust lians og vinsældir innan félagsins. Hin snilldarfagra rithönd Guð- mundar skreytir 40 árganga af gerðabókum félagsins, sem einn vottur um vandvirkni lians og snyrtimennsku. í viðurkenningar- skyni fyrir langt, mikið og óeigin- gjarnt starf í þágu félagsins, var Guðmundur kjörinn heiðursfélagi á 90 ára afmæli félagsins. Ekki voru Guðnnindi falin svo lengi trúnaðar- störf í félaginu vegna þess, að hann sæktist eftir þeim. Hann var ekki einn þeirra manna, sem halda að þeirra ráð séu alls staðar ómissandi. Ekkert var lionum fjær skapi, en að trana sér fram, og oft henti liann góðlátlegt gaman að framhleypni annarra. Hann vann störf sín af alúð, hógværð og ljúfmennsku, og TÍMARIT IHNAUARMANNA Guðmundur H. Þorláksson. hlaut af því verðskuldaða vináttu og traust félaga sinna og samstarfs- manna. Guðmundur var skrifstofustjóri Landssambands iðnaðarmanna síð- ustu 15 ár ævi sinnar. Á þeim árum áttu erindi til hans fjölmargir iðn- aðarmenn, víðsvegar að af landinu. Munu þeir nú minnast þess, hve gott hafi jafnan verið til hans að leita, hve fús hann hafi jafnan verið að reka erindi þeirra, veita þeim nauð- synlegar upplýsingar og greiða á allan hátt götu þeirra. Á skrifstof- unni hafði hann jafnan allt í röð og reglu og mundi jafnan, hvorl þell) erindi eða hitt, að annað hliðstætt, hefði áður komið þangað. Má til dæmis nefna. sem mörgum munu minnisstætt, af hve mikilli ná- kvæmni hann undirbjó iðnþingin, þannig að er þing skyldi hefjast, hvort heldur var í Reykjavík, eða úli á landi, þá vantaði ekkert er til þurfti, bvorki smátt né stórt. Fyrir mikil og margháttuð störf Guðmundar að iðnaðarmálum og fé- lagsmálum iðnaðarmanna, var hann í viðurkenningarskyni sæmdur heið- ursmerki iðaðarmanna úr silfri á Iðnþingi íslendinga liaustið 1957. Ég kynntist Guðmundi fyrst, er ég hóf störf hjá Landssambandi iðn- aðarmanna vorið 1951 og vorum við síðan samstarfsmenn óslitið um sjö ára skeið. Var samstarfið við hann jafnan með ágætum, svo aldrei

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.