Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1958, Side 6

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1958, Side 6
6 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA Mál iðnaðarins á Alþingi. Sjö þingmenn Framsóknarflokks- ins hafa lagt fram í sameinuðu Al- þingi þingsályktunartillögu, sem fel- ur í sér sérstaka fyrirgreiðslu inn- flutningsskrifstofunnar og gjakleyr- isbankanna á innflutningi varahluta i vélar landbúnaðar og sjávarútvegs. Hvað sem segja má um þessa til- lögu, þá kom hún iðnaðarmönnum og iðnrekendum mjög á óvænt. Hér var tekið til meðferðar vandamál, sem allir atvinnuvegir landsmanna eiga við að etja, en einungis gert ráð fyrir úrbótum hjá landbúnaði og sjávarútvegi. Við umræður i sameinuðu þingi benti Gunnar Thoroddsen alþm. á þetta og lagði siðan fram breyting- artillögu við áðurnefnda þingsálykt- unartillögu, sem felur i sér sömu fyrirgreiðslu við iðnaðinn. Ennfremur hefur Landssambandið skrifað Alþingi bréf og mælzt til þess, að það sýni vandamálum iðn- aðarins sama skilning og það sýnir vandamálum landbúnaðar og sjávar- útvegs. Alþingismennirnir Jóhann Haf- stein og Magnús Jónsson hafa enn umræðufundir um hin ýmsu mál ráðstefnunnar. Þá var og efnt til ferða um ná- grenni Osló til að sýna þátttakend- um nýjustu framkvæmdir Norð- manna i byggingu íbúðarhúsa, smárra og stórra. Einkenndist ráð- stefnan mikið af áhuga fyrir lausn húsnæðismála hins almenna borg- ara. í tilefni af ráðstefnunni stóðu Norðmenn að ljyggingarmálasýn- ingu. Var hún opnuð þriðjudaginn 16. september af Trygve Lie, fyrrv. aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Sýningarsvæðið var við Akerhus. Var þar sýnd ýms framleiðsla Norð- urlandaþjóðanna á vörum til bygg- ingariðnaðarins. Ennfremur voru sýnd þar verksmiðjubyggð íbúðar- hús úr timbri. Var sýningin að mörgu leyti at- hyglisverð og skemmtilega fyrir komið. N’orðmenn höfðu mikinn áhuga fyrir þvi að gera dagana mjög skemmtilega um leið og þeir voru fræðandi. Slík saintök sem þessi liafa mikil áhrif á þróun byggingarmála og eru eflaust einn stærsti þáttur i þeim áformum, er nútíma þjóðfélag verð- ur að framkvæma til að sjá öllum þegnum sínum fyrir sem beztum og ódýrustum íbúðum. Um dagana i Osló vil ég segja, að þeir voru sólskinsdagar. 15, > 1 mm K 4 Fjölbýlishús í Osló. á ný lagt fram í neðri deild Alþingis frumvarp um Iðnlánasjóð, þar sem gert er ráð fyrir því, að til sjóðsins renni helmingur gjalds af innlend- um tollvörutegundum, sem síðan sé ráðstafað til stofnlána. Frumvarpið hefur verið tekið til fyrstu umræðu í deildinni, en var siðan vísað til fjárhagsnefndar neðri deildar. Landssambandið licfur skrifað nefndinni og skýrt frá liví, að heildarsamtök iðnaðarins liafi lengi borið fram óskir um sérstakan stofnlánasjóð hliðstæðan stofnlána- sjóðum landbúnaðar og sjávarútvegs. Vonast þvi Landssambandið til jiess, að hæstvirtir þingmenn fjár- hagsnefndar, muni styðja þá sann- gjörnu ósk, að Iðnlánasjóður fái aukið fjármagn, svo að hann geti gegnt því þýðingarmikla hlutverki að vera stofnlánasjóður iðnaðarins í landinu. Núrarafélag Ahureyrar 30 ára. Múrarafélag Akureyrar er stofn- að 7. september 1928. Stofnendur voru aðeins 5 talsins: Friðjón Ax- fjörð, Gaston Ásmundsson, Stefán Halldórsson, Þórður Aðalsteinsson og Kristján Iíögnvaldsson. Tilgang- urinn með stofnun félagsins var að ákveða kaup og kjör múrara, og standa vörð um hagsmuni stéttar- innar. Fyrstu stjórn skipuðu: For- maður Friðjón Axfjörð, ritari Þórður Aðal- steinsson og gjaldkeri Gast- on Ásmunds- son. Var stjórn- inni falið að semja lög og verðskrá fyrir félagsfund svo fljótt sem unnt yrði. Á aðalfundi félagsins 30. janúar 1929 voru svo samþykkt lög félags- ins og verðskrá yfir ákvæðisvinnu. Félagsmenn voru þá orðnir 10 að tölu. Frá þvi fyrsta hefur félagið gætt hagsmuna múrarastéttarinnar á Ak- Framhald á bls. 8.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.