Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1958, Síða 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1958, Síða 8
8 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA Vinna við offsetprentun. Vél sú, sem sést á myndinni, er ein sú full- komnasta í iðninni hér á landi. krít á gljúpan sléttan stein, mynd af því sem prenta á; síðan er strokið með rökum klút eða svampi yfir steininn, og sest þá raki á þá staði, sem myndin er ekki, en aftur á móti lirindir myndin frá sér vegna fit- unnar úr fitukrítinni, sem teiknað var með. Því næst er kefli tekið og smurt á það lit, sem inniheldur mikla fitu og því rúllað yfir steininn, og hrindir þá vatnið á steininum litn- um frá sér, en fitumyndin gripur hann til sín. Þá er síðast að leggja blað ofan á steininn og þrykkja myndinni yfir á pappirsörkina. Þessi aðferð hefur mikið verið not- uð til prentunar á svartlitamyndum, og hafa þá listamennirnir teiknað sjálfir á steininn. Önnur aðferð mjög lík þessari er flatprentunin. Aðal munurinn er sá að í stað steins eru notaðar zink, aluminium, plast eða pappaplötur. Á þær má einnig teikna, en venju- lega er borið á þær ljósnæm himna og síðan yfirfært á þær af filmum, plasti eða gleri með mjög sterkum ljósum. Flatpressurnar hafa venju- lega mjög stóran prentflöt, og eru mikið notaðar til prentunar á stór- um auglýsinga-skjöldum, sjókortum og fleiru. Þessar aðferðir eiga það sameiginlegt, að myndirnar verður að teikna eða yfirfara öfugt á prent- flötinn. Offsetprentun: Algengasta aðferð- in, offsetprentunin, var fundin upp árið 1905 af þeim W. Rubel í Jersey City og Kaspar Hermanni Niles (Ohio). Þar er prentplata strengd á sívalning, og er þá myndin yfir- færð rétt á plötuna, siðan er mynd- inni þrykkt á gúmmídúk á öðrum sívalning, kemur þá myndin öfug á hann og af honum yfir á pappir, og er þá myndin rétt. Vélar sem framleiddar eru fyrir þessa tegund prentunar, eru fullkomnari, hrað- gengari og geta sumar þeirra prent- að marga liti i einu. Lithografi: Einn aðal þátturinn í nútíma offsetprentun, er undirbún- ingsvinnan, lithografian, eins og hún er nefnd í daglegu tali, en á henni veltur hvernig endanlega útkoman verður á því verki, sem vinna skal. Þessi grein er eins og ég hefi áður tekið fram, mjög mikil nákvæmis- vinna og svo umfangsmikil, að ó- gerlegt er að greina frá henni svo að vel sé nema i langri ritgerð og lét ég þvi nægja að geta hennar i fáum atriðum. Myndatökur á litmyndum, þar sem skilja þarf litina sundur, hvern fyr- ir sig og flytja þá út úr fyrirmynd- inni einn og einn í senn yfir á film- ur, þaðan yfir á prentplötur, og að siðustu yfir á pappírinn. Venjuleg- ast eru myndir prentaðar í fjórum litum, og þeir látnir blandast i prentuninni, en þar sem fullkomn- ust Lithografisku tæki eru fyrir hendi, er prentað í miklu fleiri lit- um, ef með þarf. Þessar skýringar, sem ég hefi gef- ið hér á iðngreininni eru hvergi nærri fullnægjandi, enda ekki ætl- aðar til annars en að gefa lesend- um örlitla hugmynd um, hvernig ]>essi iðn er í framkvæmd. Offsetprenlunin (ljósprentun) var viðurkennd lögleg iðngrein á Land- sambandsþingi, sem haldið var árið 1943 og varð fyrsti meistarinn i iðn- inni Einar Þorgrímsson, og hafa síðan útskrifast i iðninni 15 sveinar, og eru nú 9 lærlingar á námssamn- ingi. Offsetprentarafélag íslands var stofnað 5. mai 1951, og var fyrsti formaður þcss Hafn Hafnfjörð, en núverandi stjórn skipa þessir menn: Jón Sveinbjörnsson form., Jón Ól- afsson ritari og Helgi Björnsson gjaldkeri. Á síðastliðnu sumri gekk félagið í Landssamband Iðnaðarmanna á þingi, sem haldið var á ísafirði dag- ana 9.—13. júlí. Framhald af bls. 6. ureyri, og ákveðið kaup og kjör á hverjum tíma. Lengst hefur Gaston Ásmundsson átt sæti i stjórn félagsins, eða frá stofnun þess og til ársins 1945, lengst af sem ritari. f tilefni afmælisins hefur verið ákveðið að efna til skemmtiferðar, ef næg þátttaka fæst. Núverandi stjórn félagsins er skipuð þessum mönnum: Formaður Pétur Gunnlaugsson, ritari Hreinn Óskarsson, gjaldkeri Jakob Bjarnason. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA. Útgefandi: Landssamband iðnaðarmanna. - Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Bragi Hannesson. - Skrifstofa og af- greiðsla á Laufásvegi 8. Reykjavík. sími 15363. pósthólf 102. - Prentað í Herbertsprenti. Bankastræti 3. simi 13635.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.