Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1962, Page 16

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1962, Page 16
Nýjungar og notkun þeirra 2 Fjölhæí sög fyrir byggingamenn Á sög þessari er blaðið fest á hverfikringlu svo að hægt er að snúa því um i8o° til hvorrar handar og jafnframt halla því allt að 45°. Sög- inni má því beita við skurð á öllum hornum þótt efniviðurinn sé óhreyfð- ur (sjá mynd). Sagarbúnaðinum er komið fyrir undir kringlunni og er undir hlíf, meðan stilling fer fram. Sagarblað- inu er lyft áður en vinnsla hefst, með því að þrýsta á stöng. Tvær gerðir eru til. Hin eldri er með 16 þuml. blaði, knúin 3 ha hreyfli, og hefur hún verið fáanleg um nokkurt skeið. Nýrri gerðin er með 12 þuml. blaði og er knúin 1V2 ha hreyfli. Hún er úr þrýstisteyptu alúmíni og inniheldur ýmsar nýjung- ar í gerð. Meðal hjálpartækja, sem fylgt geta, má nefna hraðvirka einingu fyrir samfelluskurð (dovetail). Einn- ig fylgir nákvæmur stillanlegur leið- arbekkur. Með sérstökum blöðum hefur sög þessi mikið verið notuð til steinskurðar. Ný gerð með 3 ha olíuhreyfli er nú væntanleg á markaðinn. 1. Handgrip 2. Stútur 8. Gúmhosa 3. Gúmhlíf 9. Kornahólf 4. Þrýstitakki 10. Kornaloki 5. Endurheimt- 11. Loftloki arpípa 12. Loftleiðsla 6. Skilhólf 13. Rykpoki 7. Rykpoki 14. Grip 13 SECTION A-A Framleiðandi er Gjerde Saw Company, Jevnaker, Noregi. Úr „Norway Exports" nr. z, 1961. I.T.D. nr. 027J Hljóðlaus steinsteypuborun með kornblæstri Léttmeðfærilegur steinsteypubor (eining), sem borar djúpar holur hljóðlaust, notar hraðstreymt loft, er ber með sér svarfkorn eða agnir til að skera stein eða steinsteypu. Borinn er einnig búinn sérstöku end- urheimtarkrafti, sem gerir unnt að nota svarfkornin aftur, með því að skilja þau frá mulningi og svarfi efnisins, sem borað er í. Við borun- ina myndast mjög lítil óhreinindi og hún er laus við hinn háværa skark- ala og titring, er venjulegir steinbor- ar og lcfthamrar hafa í för með sér. Einingin stjórnast af tveimur sam- tengdum lokum. Þegar loftlokinn er opnaður, dregur tengingin einnig frá kornalokanum svo að svarfkornin streyma út og blandast saman við loftstrauminn. Blandan streymir eft- ir gúmhosu inn í miðleiðsluna í bor- hausnum, en þaðan er henni hleypt út um stút, sem haldið er þétt að fletinum, sem borað er í. Gúmhlíf utan á leiðslunni lokar af skurðsvæðið, kemur í veg fyrir burtkast agnanna og veldur því, að hið innilokaða loft þvingar kornin og mulninginn niður eftir endurheimt- arpípunni inn í plastfóðrað skilhólf- ið. I hólfinu skiljast hinar þyngri agnir frá, en fíngerður sallinn leggur leið sína inn í rykpokann. Tækið er fundið upp hjá Technic- al Service Department, U.S. Army Engineer Research and Develop- ment Laboratories, Fort Belvoir, Virginia. Úr „Product Engineering", 16. okt. 1961. I.T.D. nr. 0067 Lyftisegull með rafgeymi Þarnast ckki orku frá raf- hlcðslukerfi svo að rafleiðsl- ur eru ekki til hindrunar við notkun hans. Hagkvæmur við margvísleg lyfti- og flutninga- störf. Með tæki þessu má lækka til muna lyfti- og meðhöndlunarkostn- að. Tækinu má beita á margvíslegan hátt ,t. d. á vélaverkstæðum, sam- setningarverksmiðjum, vörugeymsl- um o. s. frv. og má festa það við hreyfanlega krana, gaffalvagna eða annan lyftiútbúnað. Lyftisegullinn fær orku frá raf- geymi og er því algjörlega óháður rafleiðslukerfum og á engan hátt hindraður af leiðslum. Það er hægt að nota hann með þeim vélum, sem fyrir eru, án nokkurs sérútbúnaðar eða breytinga til aðlögunar. Við notkun er hann aðeins hengdur á krók. 108 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.