Glettingur - 06.01.1932, Blaðsíða 3

Glettingur - 06.01.1932, Blaðsíða 3
GLETTINGUR 3 Brunabótagjöld sem ennþá eru ekki greidd, verða tafarlaust tekin lögtaki. Pormóður Eyólfsson. þeirra staupagloria er Friðbirni virt- ist englasöngur. Og satt að segja þykir oss bölvaður grammófónninn ólíklegur til að hafa verið andrænn, því hann er fjandi materíell bæði að heyra og sjá. Mætti vera að mötuneyti lngimundar gæti gefið upplýsingar ef einhverjar telpupíslir hafa slangrað þangað í snapsaleit. En þá þykir oss vera farið að leita að sliku á ólíklegustu stöðum. Petta er útdráttur úr frásögn Frið- bjarnar og þökkum vér honum stinnt fyrir. Höfum vér eigi heyrt aðra þjóðsögu. er sameini betur dul- rænu og veruleika, og teljum hana engu síðri en söguna af vélstjóran- um fráAberdeen. Enda tökum vér enga ábyrgð á að rétt sé með farið. Austurför Kýrosar. Kýros er maður nefndur. Hann var konungur. Hann hélt í Austur- veg og barði á óvinum sínum. Hann varð af þessu frægur maður. Gísli er maður nefndur. Hann er ekki konungur. Hánn hélt í Austurveg og barði á engum. Af þessari för sinni umventist hann svo út snéri er hann kom, það er inn snéri er hann fór. Af þessu er Gísli að verða frægur. Af þessu má nokkuð marka, að margt er eigi lílu með þeim Gísla og Kýrosi annað en það, að báðir fóru i Austusveg. Um báða þessa menn hafa ýmsir ort rímur stórar eða episk ljóð. En það sem eitt skáldið lét oss í té um Gísla er svona: íhaldshetjan, Gísli hinn gildi, til Garðaríkis fara skyldi. Til skips honum hópur fríður fylgdi; flíkum hvítum veif’ðu þar Tommi og lhaldsunglingar. Farið greiða félagið vildi tormanninum snauða. — Fremstur stóð þar bakarinn allra brauða. Kveðju-hrópin hátt við drundu er halurinn kvaddi ísagrundu. lhaldið var létt í lundu lifnaði von hjá mey og hal. — — En fár veit hverju fagna skal. Peir töldu hann berja á Bolsum mundu, en bjuggust síst við hinn. — Ei kemur dúfa út úr hrafnsegginu. Ut í Hamborg loks hann lenti. En langt austur í kontinenti með tudd-rauðu temperamenti hjá túlki sínum Stalin beið. Til Tipparary löng er leið. Heima íhald hvoftinn glenti: Hann er i Moskva að stríða! En óhöpp mörg í Austurvegi bíða. Gat þar að líta griðku skara er gamanið honum vildu’ ei spara. Enda vill hann ólmur fara aftur þær að hitta og sjá. Kveðst sig sjálfur kosta þá. Iit honum þykir hér að hjara, hér er tept hver dækja. En — eftir hverju er auminginn að sækja. Buldi á honum Bolsakenning brátt hann komst í mesta spenning, þar var alt í einni þrenning: Ungfrúr, kommúnismi og vín. Petta fljólt á fllestum hrín. • Gleymdist strax hin gamla kenning Gísla fór að langa að heita Bolsi og halla þeim undir vanga. Vér hvorki þorðum né vildum taka meira af kvæðinu. En þá kom annað skáld með annað kvæði, lyriskara en léttara að skáldskapar- gildi. Par í er þetta: Pær kölluðu ’ann Bolskí og Blitskí, Brauðskí og Gislokovítt. Pær gáfu ‘onum vindla og whisky, vodka og brisoðioI spritt. Eins og konungurinn Kyros, lét Gísli allmikið yfir sér er hann kom heim, enda hefir hann tileinkað sér fleira og lært og séð meira í þess- ari miklu för, en hér verða tök á að lýsa. — En eins og framangreint kvæðisbrot bendir til, munu Sjálf- stæðisbroddar bæjarins ekki eins hafa fagnað komu hans og öllum af- rekum og efni og atferli stóð til í upphafi fararinnar. Hvaðsem þeim góðu herrum samt kann að sýnast um þau mál, þá er Glettingur þeirrar skoðunar að mjög mikið þrekvirki hafi garpurir.n Gísli unn- ið í rannsóknarför þessari, svo mik- ið sem hann hefir getað í sig gleypt affróðleikum Sovjetstórveldið og íbúa þess, alla háttu þeirra og siði, sögu, menningu, stefnur, statistik, stofnan-

x

Glettingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glettingur
https://timarit.is/publication/366

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.