Vikan


Vikan - 25.10.1951, Side 3

Vikan - 25.10.1951, Side 3
VIKAN, nr. 41, 1951 3 Sameinuðu þjóðirnar. (Sjá forsíðu). Margir íbúar New York borg- ar og ferðamenn, er þangað koma, fylgjast af miklum áhuga með smíði þeirra bygginga, sem Sameinuðu þjóðirnar eru að reisa. Einni byggingunni er þegar lokið og tvær eru næst- um fullgerðar. Bandaríki Norður-Ameríku veittu Sameinuðu þjóðunum hagkvæmt lán, sem nemur 65.000.000 dollara. John D. Rockefeller, yngri, gaf hinni al- þjóðlegu stofnun landssvæði, sem náði yfir 6,8 hektara. Fyrsta byggingin, skýjakljúf- urinn sem lokið er við, er þann- ig gerð, að báðar hliðarnar eru úr gleri, en endarnir úr mar- mara. Nú vinna þar 3300 starfs- menn Sameinuðu þjóðanna, frá 65 löndum. Stálgrind er í bygg- ingunni og steypt utan um hana í eldsvarnarskyni. Öll gólf eru gerð úr járnbentri steinsteypu. Þessi 39 hæða bygging var reist af verkamönnum 20 þjóðerna, undir stjórn alþjóðanefndar, sem tíu menn skipuðu. Bygg- ingarefni og annað, sem til þurfti, var flutt að víða úr heiminum. Bygging allsherjarþingsins er mjög ólík skýjakljúfinum með sínum beinu línum, þar sem veggir og loft hennar hafa mjúkar og ávalar línur. Af öðr- um mannvirkjum má nefna stórt bókasafn, veitingahús, neðanjarðar bifreiðageymslu, þar sem hægt er að geyma 1500 bifreiðar — allt er gert til þess að hafa aðstæður og vinnuskil- yrði sem hagkvæmust fyrir þá, Foringjar úr flota Bandaríkjanna. heilsa fánum Sviþjóðar (til vinstri), Islands (í miðju) og Afghanistan (tii hægrr), sem voru dregnir að hún í fyrsta skipti á umráðasvæði aðal- stöðva allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í Flushing Meadows, New York, þegar fulltrúar þessara þriggja ríkja, sem fengu upptöku 19. nóv. 1946, tóku sér sæti í fyrsta skipti í fundarsal allsherjarþingsins . er starfa að friði og öryggi allra þjóða. Bókaútgáfan Norðri gaf 1948 út bók eftir Ólaf Jóhannesson um Sameinuðu þjóðirnar. Er þar lýst ítarlega stofnun og fyr- irkomulagi þeirra. Segir í bók þessari, að í 1. gr. stofnskrár bandalagsins sé skýrgreint, hver eru markmið þess. Þau eru í eftirfarandi fjórum liðum: „1. Að varðveita alþjóðafrið og öryggi og gera í því skyni virkar sameiginlegar ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir og dragá úr hættu á friðrofi, til að bæla niður árásaraðgerðir eða annarskonar friðrof og til að koma á sættum eða annarri frið- samlegri lausn milliríkja deilu- mála eða ástands, sem leiða kann til friðrofs, enda séu þær sættir, sem þannig er á komið, í samræmi við grundvallarregl- ur réttvísi og þjóðaréttar. 2. að efla vinsamlega sam- búð þjóða milli, er byggð sé á jafnrétti þeirra og sjálfsákvörð- unarrétti. 3. Að koma á alþjóðasam- vinnu um lausn fjárhags-, fé- lags-, menningar- og mannúð- armála, og til að styrkja og stuðla að virðingu fyrir mann- réttindum og mannhelgi allra án tillits til kynþáttar, kyns, tungu eða trúarbragða. 4. Að vera miðstöð til þess að samræma aðgerðir þjóðanna í þessu skyni.“ Guðmundur Einarsson, véla- og byggingaverkfræðingur, er fæddur í Reykjavík 1925, sonur Karolínu Guð- mundsdóttur. og Einars Jóhannesson- ar vélstjóra, Guðmundur varð stúdent 1945 frá Menntaskólanum í Reykja- vík og fór þá strax um haustið til Ameríku og stundaði þar verkfræði- nám við Stevens Institute of Techno- logy og lauk prófi 1949. Fékk hann atvinnuleyfi vestra og var um tíma verkfræðingur við byggingu á skýja- kljúf Samoinuðu þjóðanna i New York. Var hann eini erlendi ríkis- borgarinn, sem vann við sjálfar byggingarframkvæmdirnar. Guð- mundur er nýkominn heim og starfar sem verkfræðingur hjá Almenna byggingarfélaginu við byggingar- framkvæmdir Sameinaðra verktaka á Keflavíkurflugvelli. Fööurhúsin. iii. Það lá nú í augum uppi, að yrði sú raunin á, að eitthvert þessara himintungla, sem voru óravegu úti í geiminum, hreyfð- ist, svo að unnt væri að mæla hreyfingu þeirra, þá hlaut hún að vera afskaplega mikil. Síðar, árið 1830, tókst stjörnufræð- ingunum að reikna út hraða stjörnunnar Groombridge. Hún fer um 300 mílur á sekúndu eða því nær þúsund sinnum hrað- ara en byssukúla. Þá fór og stjörnufræðingana að gruna, að sólin blessuð, sem er ein af sól- stirnunum, myndi einnig vera á hreyfingu og bruna með allt sólkerfið um endalausan geim- inn. Maður nokkur, Tobias Mayer að nafni, er var uppi um miðja 18. öld, ritaði bók um hreyfingu áttatíu sólstirna. Hann minnist þar á hreyfingu sólarinnar, og í æfisögu sinni bendir hann á, hvemig menn muni geta gengið úr skugga um, í hvaða átt sólin muni fara. Honum farast þannig orð: ,,Ef vér göngum í skógi, sýnast þeir viðirnir, sem vér nálgumst, fjarlægjast stöðugt hver ann- an. Hins vegar sýnast hinir, sem vér fjarlægjumst, færast þéttara saman.“ Árið 1783 tók snillingurinn Herschel sér fyrir hendur að fást við þetta úrlausnarefni. Og það leið heldur ekki á löngu, þangað til hann fann ráðninguna. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að sólin brun- aði áfram, jafnt og þétt með allt fylgdarlið sitt, jarðstirni og tungl, áleiðis að Herkúles- merkinu. Marg-endurteknar rannsóknir seinni tíma hafa leitt í ljós, að jafnvel þótt Herschel hefði við ófullkomin mælingartæki að styðjast, þá hefur honum þó tekizt að ráða rétt fram úr þessu afarörðuga viðfangsefni, og er það auðvit- að því að þakka, hvílíkur af- burða vitmaður hann var. Stjörnufræðin skýrir oss nú frá því, að sólin fari um geim- inn í áttina að Herkúlesar- merkinu. Og hún fer, hvorki meira né minna en 150000000 mílur á ári hverju eða fimmtán sinnum hraðara en hraðskreið- asta járnbrautarlest. Þetta má þó heita hægfara gangur aldur- hnigins manns með geimbúum. Ef sólin færi viðlíka hratt og til dæmis Groombridge-stjarn- an, myndum vér þjóta um geim- inn átján sinnum hraðara en skozka hraðlestin. Öll sólstirn- in hreyfast eitthvað, annað hvort til hliðar, sem sjá má með stjarnfræðilegum mæling- um, eða þá í beina stefnu, að oss eða frá oss, sem sjá má með litsjánni. Vér höfum því ástæðu til að spyrja: „Hvaðan komum vér og hvert förum vér?“ Framhald á bls. 10. Thor Thors, sendiherra Islands i Bandaríkjunum, undirritar, 19. nóv. 1946, fyrir hönd stjórnar sinnir skuldbindingarskjal Sameinuðu þjóðanna við upp- töku Islands, Svíþjóðar og Afghanistan i Sameinuðu þjóðirnar. Við borðið eru (frá vinstri) Paul-Henry Spaak, Belgíu, forseti allsherjarþingsins, Dr. Ivaa Kerno, Tékkóslóvakíu, aðstoðarmaður aðalritara laga^egra málefna, Ark- ady A. Sobolev, Rússlandi, aðstoðarmaður aðalritara málefna öryggisráðs- ins, Henri Laugier, Frakklandi, aðstoðarmaður aðalritara félagslegra mál- efna, og A. David K. Oven, Brezka heimsveldinu, aðstoðarmaður aðalritara fjárhagsmálefna. Undirritun yfirlýsingarinnar fór fram i bráðabirgða aðal- stöðvum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í Flushing Meadows, N. Y.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.