Vikan


Vikan - 05.02.1953, Blaðsíða 5

Vikan - 05.02.1953, Blaðsíða 5
Hún hvarf eins og dögg fyrir sólu HANN þagnaði þegar Don kom inn með stóran kassa, sem hann setti á borðið. Miljóna- mæringurinn tók lykilinn upp úr vasa sínum og opnaði kassann. 1 hann var raðað mörgum smá- öskjum. Þeir opnuðu hverja öskju fyrir sig og helltu armböndum, hálsmenum og öðrum dýrgrip- um á grænt teppi. Viola horfði dáleidd á hvernig demantarnir glitruðu í ljósinu, en frúin ýtti óþolinmóð við hrúgunni, eins og það væru verðlausir smástein- «,r. „Að hugsa sér að Beatrice skuli ekki vera meira virði en smásteinar," sagði hún. „Við erum ekki enn búin að ákveða hver fer með þá,“ sagði miljónamæringurinn. „Ég vil ekki að konan mín hætti þannig lífi sínu.“ „Og ég læti þig ekki fara,“ svaraði frúin. „Ég hefi ekki efni á að missa manninn minn líka.“ Viola leit undrandi á þau. Síðan Beatrice hvarf hafði hún ekki haft mikið álit á miljónamæringn- um til stórræða, en þegar á þurfti að halda skorti hann ekki hugrekki og tók ákvarðanir án þess að hika. „Þið hafið rétt fyrir ykkur,“ sagði Cross. „En uiljið þið þiggja aðstoð mlna? Þeir geta ekki haft neitt á móti mér, því ég er hlutlaus áhorf- andi í þessu máli." Hann gat ekki dulið vonbrigði sín þegar mil- jónamæringurinn svaraði: „Nei, þú ert ékki hent- ugur sendiboði. Þú ert of æstur í skapi. Manstu ekki að þú treystir þér ekki til þess í fyrra skipt- ið?“ Cross reyndi að sannfæra hann, en miljónamær- ingurinn lét sig ekki. Að lokum gafst hann upp og sagði: „En Bergman, bílstjórinn minn? Hann er traustur og ekkert forvitinn." „Já, láttu hann koma hingað," sagði Stirling. Viola reikaði út úr stofunni. Foam hafði gert henni ljósa hættuna á að verið væri að fórna Bea- trice. En hin hræðilega mynd ljóshærðu stúlk- unnar með útstandandi augun og þrútna andlit- ið, kom i veg fyrir að foreldrarnir gætu séð mál- ið í réttu ljósi. Hún reiddist Foam þegar hún hringdi til hans, því hann sagði aðeins: „Þau vilja ekki þiggja mín ráð. Það er ekkert við þvi að gera.“ Henni fannst tíminn milli þrjú og fimm heil eilífð. Ég get ekkert gert annað en bíða, hugsaði hún. Ef þetta væri kvikmynd mundi eitthvað ger- ast. Jafnvel Foam hefur yfirgefið mig. En hún gerði Foam rangt til, því hann var á þessu augnabliki að vanrækja starf sitt, til að reyna að komast til botns í þessu leyndardóms- fulla máli. Yfir hádegismatnum rifjaði hann upp fyrir sér hvert smáatriði i sambandi við dauða Evelynar Cross. Hann byrjaði á því að gera ráð fyrir að ung- frú Power hefði verið í tveimur dragtum. En þar sem hann vantaði foringjann í þá mynd sem hann gerði sér, varð það til einskis. Þegar hann komst eitthvað áleiðis rak hann sig alltaf á eitt- hvert atriði sem virtist benda í aðra átt. „1 þessu máli tortímast allir veikustu aðilarn- ir,“ sagði hann við sjálfan sig. „Ef þessu held- ur áfram hlýt ég að lokum að finna foringja þeirra. En þá er það bara of seint." Þegar hann hugsaði um Nell Gaynor rak hann sig strax á mótsögn. Konan hafði verið heiðar- leg og eðlileg, en samt hafði hún sagt eitthvað sem máli skipti eða að hætta var á að hún gerði það . . . Um fimm leitið var biðin orðin Violu óþolandi og hún ákvað að flytja í gömlu íbúðina sína, þó hEina hryllti við herbergi nr. 16. Stirlinghjón- in höfðu engan lagalegan rétt til að halda henni á hótelinu. Hún fór í kápu, og tók með sér litla handtösku. 1 dyrunum mætti hún sendli og brosti til hans. Þau voru góðir vinir, því sendlinum fannst hún líkjast filmstjörnu sem hann hafði mætur á. Um leið kom leigubíll upp að gangstéttinni og Bergman hvarf inn í hann með svartan poka í hendinni. „Hann hefur líf Beatricar í hendi sér,“ sagði Viola. En á meðan hringdi síminn hennar. Að lokum sagði símastúlkan við Foam: „Hún er ekki í her- berginu sínu. Á ég að láta leita að henni?" „Já,“ svaraði hann. „Já þetta er of áriðandi til að eyða tímanum í símahringingar. Viljið þér sjá um að hún fái þessi skilaboð strax.“ Stúlkan sem hafði sérstakan áhuga fyrir Stirlingfjölskyldunni, eins og allir aðrir á hótel- inu, skrifaði skiiaboðin, las þau yfir og kallaði á sendil. „Nr. 818,“ sagði hann. „Hún var að fara út. Ég skal hlaupa á eftir henni.“ Viola var enn að horfa á bílinn, svo hann náði henni fljótlega: „Hérna eru áríðandi skilaboð, sem voru að koma," sagði hami. Hún las miðann: „Skilaboð frá Foam. R. C. er X. Láttu hvorki hann né bílstjórann hans ná i gimsteinana". 24. KAFLI. Eltingaleikur. Viola starði hjálparvana á eftir leigubílnum, sem var að hverfa. Hún gat ekki breytt gangi málsins héðan af. Það var um seinan . . . Skyndi- lega varð henni það Ijóst að hún vissi hvernig átti að hegða sér undir slíkum kringumstæðum, því þetta var eins og í kvikmynd. Um leið og henni datt þetta í hug varð hún rólegri og fór að hugsa skýrar. Bílarnir þutu um götuna. Hún yrði að elta Bergman. Hún hafði rétt tíma til að lesa númerið á bílnum áður en hann hvarf í umferðina. Hún endurtók það meðan hún var að finna vasabókina sína og skrifa það i hana. Svo hljóp hún að leigubíl og hélt miðanum upp að nefinu á bílstjóranum: „Eltu þennan bíl, en láttu þá ekki sjá að við séu á hælunum á þeim. Það er mjög áríðandi." En bílstjórinn svaraði aðeins með þvi að setja gjaldmælirinn letilega í samband. 1 örvæntingu sinni tók hún pundseðil upp úr töskunni sinni: „Þessi getur kannski hert á þér,“ sagði hún. Seðillinn hafði meiri áhrif en orð, og varla var maðurinn búinn að koma auga á hann fyrr en bíllinn smaug gegnum umferðina á götunni. Bílstjórinn ók framhjá hótelum, klúbbum og búðum við Piccadilly að horninu á Hyde Park og í stað þess að halda beint áfram í áttina að Vestri aðalbrautinni beygði hann til suðurs. Hjarta Violu barðist af æsingi, þegar hún sá að Foam hafði á réttu að standa. Fyrirskipan- irnar í bréfinu frá Beatrice voru gefnar til að villa sýn. Bréfið hafði aðeins verið skrifað til að einhver glæpamannanna gæti náð tangarhaldi á demöntunum. Þeim hafði líka tekizt það, því Bergman var á leiðinni til felustaðar þeirra með gimsteinana. Líklega væri Beatrice geymd þar. Viola sat eins og i vimu meðan íbúðarhús og búðir þutu framhjá. Þennan hluta London þekkti hún ekki. Bíllinn ók yfir ána, gegnum verk- smiðjuhverfi og framhjá litlum húsum í útjaðri borgarinnar. Loks tóku við smáþorp og hallir á milli með stórum auðum landsvæðum i kring. Viola reyndi eftir mætti að hafa gaman af ferða- laginu og endurtók í sífellu að hún væri alveg örugg. „Þetta gengur ágætlega," sagði bílstjórinn. ,,En bráðum hljóta þeir að verða varir við að þeir eru eltir. Hvað á ég að gera ef þeir reyna að hleypa okkur framhjá?" Bílstjórinn sagði aðeins það sem hún hafði ekki þorað að láta uppi. Henni fannst hún vera að leika ungu stúlkuna, sem gerir hetjunni erfiðara fyrir við björgunarstarfið með því að reyna að hjálpa — en allir áhorfendurnir vita að illa fer fyrir henni. Strax og hann verður var við bílinn, leiðir hann mig á villigötur, hugsaði hún. Hann lætur mig ekki elta sig til Beatricar. Og þó hann gerði það, hvað get ég gert? Hún var eina manneskjan, að Foam undan- skildum, sem vissi hver Bergman var. Cross lék líka lausum hala. En hvaða gagn væri að því þótt Foam fyndi samsærismennina eftir að Beat- rice væri dáin? Meðan hún var að hugsa um þetta, kallaði bil- stjórinn aftur: „Eftir að farið er framhjá Foxley verður vegurinn þráðbeinn. Á ég að reyna að fylgja þeim eftir?" „Nei, biðið andartak. Ég hefi ekki enn tekið ákvörðun um það.“ Hún yrði að hætta að elta bílinn áður en Berg- man yrði hennar var og bíða eftir að hann sneri aftur við til London. Þessi ráðagerð var djörf og áhrifarík, en áhættan var mikil. Hún ætlaði að múta bílstjór- anum til að segja sér hvert hann hefði ekið Berg- man. En hún átti það á hættu að hann neitaði algerlega að gefa henni nokkrar upplýsingar eða að hann segði ekki satt. Auk þess gæti Bergman farið úr bílnum áður en hann kæmi á áfanga- stað eða að bíllinn færi aðra leið til baka. „Hvað er langt til Foxley?“ spurði hún. „Það er hérna hinu megin við bugðuna." „Stanzið, ég ætla að fara út hérna.“ Hann leit á mælirinn: „Þér getið ekið dálítinn spöl enn. Á ég ekki að aka yður til baka á járn- brautarstöðina ? “ En þegar hún hristi höfuðið, ók hann áfram og skildi hana eftir í myrkrinu. Vegurinn teygði sig eins og dökk rák milli þyrnirunnanna. Ef Berg- mann hafði grunað að hann væri eltur, hlaut 1 , .. ...... =3v Veiztu —? 1. Samkvæmt biblíunni er dagurinn ekki alltaf 12 stundir. Hvaða skýring er á því ? 2. Hver orti 51. passíusálminn ? 3. Hvaða franski byltingarmaður var myrtur í baði og hver gerði það? 4. Hver málaði „Blue boy“ ? 5. Eftir hverja eru þessar bækur: 1. Vegir og vegleysur 2. Barrabas 3. Barn náttúrunnar 4. Plágan? 6. Hvað hét Irland á dögum Rómverja? 7. Hvaðk ríki liggja að landamærum Sviss? 8. Eftir hvern er „Vorið góða grænt og hlýtt“ ? 9. Hve þungur getur fíllinn orðið? 10. Er mistilteinninn planta, runni eða tré ? Sjá svör á bls. llf. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.