Vikan


Vikan - 05.03.1953, Blaðsíða 9

Vikan - 05.03.1953, Blaðsíða 9
Meiningin með mönnum, eins og þessum hérna til vinstri er að koma í veg fyrir að hjón eins og þessi til hægri þurfi að vera aðskilin mánaðum og jafnvel árum saman á meðan maðurinn stendur í blóðugu stríði á fjarlægum vígvelli. En Sir Roger Makins, sendiherra Breta í Washington (sem er maðurinn tjl vinstri), og allir hinir diplomatarnir frá austri og vestri hafa ekki getað þetta, þrátt fyrdr samtök eins og Sameinuðu þjóðirnar og þúsund fundi og miklar ráðstefnur um allan heim. Þar með hafa diplomatarnir í raun og veru brugðist mannkyninu, því á meðan þeir bollaleggja frið verða ung hjón (eins og þau hér fyrir ofan) um allan heim að skilja — og stundum sjást þau aldrei framar. Hermaðurinn er banda- rískur og konan hans er ein af þeim heppnu, því hann er kominn heill á húfi heim af vígvellinum. Til vinstri er 14 ára piltur, sem gleymdi sér andar- tak og varð undir járnbrautarlest. Mennirnir eru að reyna að losa hann, og þó hann sé illa meiddur; er hann við fulla meðvitund. En þegar hann komst á sjúkrahúsið, gátu læknarnir ekki bjargað öðr- um fæti hans. Morð eru til allrar hamingju alveg óvenjulega fátíQ á Islandi. En úti í löndum er þetta vitaskuld daglegur viðburð- ur, þó að jafnan veki hann nokkra eftirtekt. Mikla at- hygli vakti til dæmis það morð, sem varð tilefni myndanna hérna til hægri. Stúlkan hvarf í grennd við heimili sitt, eftir stutta heimsókn til kunningja sinna. Nokkru seinna fannst svo lík hennar nærri nakið í ösku'unnu skammt frá. Maðurinn á myndinni er leynilögreglumaður, en þessi atburður gerðist í Bandaríkjunum. Copr. King Fcatures Syndicate, Inc., World rights rescrved. Lilli: Ég týndi tíu 25-eyringum í snjóinn. Þiö megið eiga tvo þeirra, ef þið hjálpið mér að finna þá. Siggi: Hvar er skóflan? Steini: Ég skal hjálpa þér líka. Lilli: Nú eruð þið búnir að moka allan snjóinn og funduð ekki nema tvo 25-eyr- inga. En þig megið samt eiga þá, eins og ég var búinn að lofa. Steini: Þú varst svei mér heppinn að við fundum ekki fleiri. . Pabbinn: Ég er hreykinn a'f þér, sonur minn. Þetta var þriggja manna verk. Hvernig fórstu aö því að iwra svona fljótur? Lilli: Ég lagði 50 aura í fyrritœkið og grœddi tvœr krónur. 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.