Vikan


Vikan - 05.03.1953, Page 13

Vikan - 05.03.1953, Page 13
Hún heyrði að þær voru að tala um hana og að þær sögðu AUMINGJA KRISTÍN HUN VAR GRUNUÐ UM MORÐ! Framháld af bls. 4. Easter brosti til hans um leið og Fred setti bílinn í gír. Svo ók hann honum inn i hliðargötu og þremenningarnir stigu út og tóku sér stöðu i húsasundi þar sem þeir gátu auðveldlega fylgst með húsinu. Skömmu seinna birtist Kurthauser í dyrunum, leit upp og niður götuna og kallaði svo á leigu- bílstjórann. Bílstjórinn fór inn í húsið og birtist svo aftur hlaðinn farangri. „Svo hann er að flytja, heillakallinn,“ tautaði Fred. ' Svo birtist Kurthauser aftur í dyrunum og um leið sáu þeir manninn með svarta mjóa yfir- skeggið, sem gekk hratt upp götuna og hélt sig í skugganum og hafði ekki augun af bílnum. ,,Og þar kemur annar kunningi okkar,“ hvísl- aði Fred, „þokkapilturinn, sem ég sýndi þér í morgun, Easter.“ Þetta var Frank Boccicho — leigumorðinginn glerháli. Easter ætlaði að hlaupa út á götuna, en Shea greip í hann. „Þú ert búinn að standa þig vel,“ sagbi hann vingjarnlega, „en farðu nú ekki að eyðileggja allt saman." Þá biðu þeir svolítið lengur og sáu hvernig Boccicho hægði á sér eftir þvi sem nær dró hús- inu og hélt sig stöðugt í skugganum. Svo átti hann eftir svosem þrjátíu metra að þeim stað þar sem Kurthauser stóð við bílinn. Þá hvíslaði Shea: „Núna!“ og þeir hlupu saman út á göt- una. Boccicho sá þá næstum þvi strax. En nú hafði hann ekki sannanlega brotið neitt af sér ennþá, hann hefði þessvegna getað haldið óhræddur leið- ar sinnar, án þess að nokkur maður hefði vald til að stöðva hann. En nú kom fát á hann. Það er hugsanlegt, að hann hafi i þessu munað eftir öðru rúorði, til- tölulega nýfrömdu morði þar sem rangur maður fékk hnif í hálsinn. Easter kallaði: „Stoppaðu Boccicho, við erum komnir til að handtaka þig.“ Þá gerði hann voðalegt gdappaskot — hann greip til vasans. Og áður en byssan var komin hália leið upp úr vasa hans, var marghleypan í höndum Shea byrjuð að gelta. Og morðinginn hné til jarðar, örendui'. EIR voru á leiðinni aftur niður á lögreglu- stöð. Þeir voru mjög hljóðir. Allt í einu sagði Easter: „Og hvað skeður núna? Hvernig eigum við núna að sanna, að Susan sé saklaus eftir allt saman ?“ „Hafðu engar áhyggjur af því,“ sagði Shea. „Boccicho er að vísu dauður. En Kurthauser er nú þegar búinn að segja okkur það mikið, að við vitum með vissu, að Boccicho átti einmitt að koma honum fyrir kattarnef. Við segjum ein- faldlega sannleikann og þá er stúlkan frjáls eins og fuglinn fljúgandi.“ „Auðvitað,“ sagði Fred. „Já, auðvitað," sagði Easter. Hann skildi við þá á stöðinni og ók beint til fangelsisins. Sami vörðurinn fylgdi honum inn ganginn, sama ónotatilfinningin greip hann innan um öll þessi búr. Svo stóð hann á ný fyrir framan klefann hjá Susan og hvíslaði nafn hennar blíðlega. Hún reis upp af bekknum og gekk fram að grindunum. Augun voru ennþá barnaleg og stór, en nú var byrjað að örla á dimmum baugum í kringum þau. Vörðurinn hleypti Easter inn í klefann. Hún stóð grafkyrr og horfði á hann án þess að segja orð. Hann horfði lengi á hana. Honum var það ákaflega vel ljóst, að hann elskaði hana, að hann hefði jafnvel elskað hana seka. Hann sagði: „Þú varst saklaus, Susan. Nú ertu frjáls." Hún hélt áfram að horfa á hann ennþá um stund, svo reyndi hún að tala. En um leið og hún steig í áttina til hans, var eins og fætur hennar gæfust upp og hún riðaði og var komin að falli. Easter greip hana og hélt henni fast upp að sér. Hann hugsaði: Það er gott að geta hjálpað henni. Ég vona ég eigi eftir að hjálpa henni æfilangt. Skyndiferö til TIMBUKTU Framhald af bls. 3. minn eftir fimm daga dvöl nam aðeins 320 frönk- um (um 16 krónur). Það er ekkert gistihús í borginni. Ég bjó í öðru af tveimur gestaherbergjum stjórnarvald- anna. Þó var þetta moldarkofi. Um nætur fóru litlar eðlur í eltingarleik á gólfinu og leðurblökur léku listir sínar uppi undir lofti. Svo vaknaði ég á morgnana við galið í óteljandi hönum, sem stundum virtust vera fleiri en mannfólkið á staðnum. Hún fékk grun sinn staðfestan í síðdeg- isboði hjá Önnu. Kristín vissi vel, að hún átti ekki að standa á hleri, en þegar hún heyrði nafnið sitt nefnt, gat hún ekki stillt sig um það. Hún hafði læðzt út í garðinn til að fá sér ferskt loft og stóð í skugganum af stóru tré. — Aumingja Kristín, hvað ætli hún segi við þessu? — Kirstínu grunar ekkert ennþá, en ég skil ekki hvernig Ríkharður getur feng- ið þetta af sér, svaraði önnur rödd. — Þetta er rétt eftir karlmönnunum. — Já, aumingja Kristín. Raddirnar dóu út. Hrollur fór um Krist- ínu þrátt fyrir hitann. Svo það var þá satt. Að vísu var hana farið að gruna, að ekki væri allt með felldu, og nú vissu það allir og töluðu um það. — Taktu Ríkharð héðan, hafði Anna sagt þegar þau fluttu hingað fyrir þrem- ur árum. — Þið lítið út fyrir að vera svo hamingjusöm og hér er of erfitt að varð- veita hamingjusamt hjónaband. Fólkið hérna hefur of lítið fyrir stafni og skipt- ir sér því of mikið af málefnum annarra. Það var svosem nógu auðvelt að ráð- leggja henni að taka Ríkharð héðan, en það var bara óframkvæmanlegt. Hann var yfirlæknir við sjúkrahús bæjarins og í miklu áliti, enda var hann hreykinn af starfi sínu. Nú var hann orðinn frægur fyrir uppskurði sína og sérfræðingar leit- uðu ráða hjá honum. Og þau höfðu verið hamingjusöm, að minnsta kosti þangað til fyrir nokkrum vikum. Það rifjaðist upp fyrir henni, þegar hún hringdi á sjúkrahúsið fjórum timum áð- ur en von var á Ríkharði heim og var sagt, að hann væri farinn. Hún hafði ætl- að að tala um það við hann um kvöldið, en þá var hann í svo góðu skapi og það kom ekki oft fyrir nú orðið. Hann stakk meira að segja upp á því, að þau færu í leikhúsið. Meðan þau voru að skipta um föt, hringdi síminn og Ríkharður varð að fara aftur á sjúkrahúsið. Svo hún hafði orðið að taka Önnu með sér í leikhúsið eins og svo oft áður. Ríkharður kom ekki heim fyrr en eftir miðnætti. Nokkru seinna kom símskeyti frá frönskum lækni og Kristínu fannst rétt að láta hann vita af því. — Nei, læknirinn ók héðan með ungfrú Jóhönnu fyrir tveimur tímum, svaraði yfirhjúkrunarkonan. — Nei, ég hef ekki hugmynd um, hvert þau fóru. Kristín lagði heyrnartólið á. Hún sat lengi hreyfingarlaus án þess að geta grátið. Svo taldi hún sér trú um, að ekk- ert væri eðlilegra en að Ríkharður byði einkaritaranum sínum með sér í ökuferð upp í sveit. Voru þau ekki lokuð inni í sjúkrahúsinu allan daginn? Það hlaut að vera einhver einföld skýring á þessu. En þegar Ríkharður kom aftur heim í bezta skapi og lék við hvern sinn fing- ur án þess að minnast á bílferðina, vakn- aði grunur hennar aftur. Hún faldi tárin og fór ein til Önnu, því Ríkharður þurfti auðvitað að vinna um kvöldið. Síðan hafði ekkert gerzt annað en að Ríkharður sama sem bjó í sjúkrahúsinu, eins og hún var vön að segja brosandi við vinkonur sínar. Og nú vissu þær það allar og sögðu: Aumingja Kristín. Nei, þær skyldu ekki fá að aumkast yfir hana. Hún kreppti hnefana og brosti um leið og hún gekk inn. Svo kom þessi hræðilegi dagur, þegar hún kom dauðþreytt heim eftir að hafa verið að verzla allan daginn og fann miða frá Ríkharði, þar sem hann sagðist koma heim með gest. Hún fór í bað og leið strax betur. Hún vandaði klæðnað sinn eftir föngum. Rík- harður skyldi ekki sjá hana þreytta og leiða eina kvöldið, sem hann var heima. Gesturinn hlaut að vera einhver læknir, sem var á ferðalagi í bænum. Kannski hann færi snemma, svo hún gæti talað við Ríkharð. Þau yrðu að tala saman um þetta. Þau komu rétt í því að hún var að Ijúka við að snyrta sig. Hún heyrði Rík- harð tala og hlægja þegar hann gekk upp að húsinu og ókunnug rödd svaraði. Hún stanzaði í stiganum. Henni hafði ekki dottið í hug, að gesturinn gæti verið kona. En auðvitað voru líka til kvenlækn- ar. Það var heimskulegt að hafa ekki látið sér detta það í hug. — Kristín, þetta er ungfrú Jóhanna, kallaði Ríkharður glaðlega og opnaði hurðina riddaralega fyrir dökkhærðri, glæsilegri stúlku í svartri klæðskerasaum- aðri dragt. Kristín rétti ósjálfrátt fram hendina og kinkaði kolli. Svartklædda konan kinkaði líka kolli og Kristínu sýndist liún gera það hvað eftir annað og koma nær henni í hvert sinn. Hana langaði til að æpa og segja þeim að fara strax, en svo fannst henni dökkhærða höfuðið rekast á sig og hún datt. Þegar hún rankaði við, lá hún á legu- bekknum og Ríkharður beygði sig yfir hana. — Vesalings litla Kristín, muldr- aði hann. Hún reyndi að rísa á fætur, en Rík- harður ýtti henni niður aftur: — Líður þér betur? spurði hann. — Þú hefðir átt að hringja til mín. — Það hef ég gert áður, svaraði Kristín eins skýrt og hún gat. — En þú hefur aldrei verið við. — Ég hef verið önnum kafinn, viður- kenndi hann. Nú kemur það, hugsaði Kristín og hálsinn herptist saman. — Kristín, hélt Ríkharður áfram og gekk út að glugganum. — Hvorki ég né þú getum haldið þessu áfram. Við verð- um að breyta til. Kristín, gætirðu fallizt á að flytja héðan . . . að vera ekki leng- ur gift frægum lækni við stórt sjúkra- hús? ¥¥ún mátti ekki gráta. Hún gæti bara kinkað kolli. Ríkharður mátti ekki vera hjá henni af skyldurækni við ófædda barnið, sem hann vissi ekki um. Hún lokaði augunum. Hún fengi nægan tíma til að gráta seinna. — Ég vissi, að þú mundir samþykkja það, hrópaði hann glaðlega. — Þakka þér fyrir. Við flytjum þá eftir viku. — Við? — Já, ég er búinn að fá stöðu uppi í sveit. Ungfrú Jóhanna hjálpaði mér til þess. Ég þoli þetta ekki lengur. Ég hef aldrei tíma til að vera heima og tala við þig. Ég var svo lieimskur að halda, að þú mundir sakna þess að fara héðan. Drengurinn hefur líka bezt af því að al- ast upp í sveit. — Drengurinn? spurði hún brosandi. — Þii gleymir því, að þú ert gift lækni. Aumingja Kristín litla. <► 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.