Vikan


Vikan - 05.03.1953, Síða 14

Vikan - 05.03.1953, Síða 14
Andlát Edgware lávarðar Framháld af bls. 6. hann væri drukknari en vera bar og það kom í ljós að ég hafði rétt fyrir mér, þegar hann bætti á sig kampavini. Hann virtist ákaflega hryggur í bragði. Pyrri hluta máltiðarinnar mælti hann ekki orð af vörum. En þegar fór að líða á kvöldið gerði hann mig að trúnaðarmanni sínum, auð- sjáanlega í þeirri trú að ég væri gamall vinur hans. — Hvað ég vildi sagt hafa, kæri gamli vin- ur . . . er ekki . . . Orðin runnu dálítið saman. — Ef maður rekst á réttu stúlkuna — ég á við að maður heldur áfram að eyðileggja allt fyrir sér. Að vísu hefi ég aldrei minnzt á það við hana — hún er ekki þannig stúlka, þú skilur —- pabb- inn er púritani . . . Fjandinn hirði það allt saman — hún er góð og hreinskilin. — Ég varð að fá lán til að borga klæðskeranum mínum. Ákaflega bóngóður maður, klæðskerinn minn. Ég er búinn að skulda honum í mörg ár. Það tengir menn saman. Ekkert jafnast á við vin- áttuna, þú og ég . . . Hver ertu annars? — Ég heiti Hastings. — Ég hefði svarið fyrir að þú værir Spenser Jones. Við gengum í skóla saman. Hann hristi höfuðið dapur á svipinn og drakk dálítið meira. — Ég er þó ekki bölvaður svertingi, sagði hann og við það hresstist hann svo mikið að hann bætti við glaðlega: — Líttu á björtu hliðina, vinur minn. Það geri ég alltaf. Einhvern tíma — þegar ég er orðinn sjötugur eða meira — verð ég ríkur. Þegar frændi minn deyr get ég borgað klæðskeranum. Hann brosti ánægjulega við tilhugsunina. Hann var kringluleitur og svarta yfirskeggið átti illa við andlitið á honum. Ég sá að Carlotta hafði gætur á honum. Hún hafði einmitt litið til okkar nokkrum sinnum, þegar hún stóð upp. — Þér voruð ákaflega elskulegar að koma hingað upp, sagði Jane. — Mér finnst svo gam- an að framkvæma hugmyndir mínar um leið og mér detta þær í hug. Finnst yður það ekki? — Nei, svaraði Carlotta. — Ég legg allt niður fyrir mér, áður en ég framkvæmi það. Það spar- ar manni — áhyggjur. Framkoma hennar var dálítið þvinguð. — Jæja, árangurinn réttlætir það, sagði Jane hlægjandi. — Það er langt síðan ég hefi skemmt mér eins vel og meðan ég horfði á sýninguna ýðar. — Þakka yður fyrir, sagði Carlotta hlýlega. -—• Mér þykir gaman að heyra það. Ég þarfnast uppörvunar. Það gera allir. — Carlotta, sagði ungi maðurinn með yfir- skeggið. — Kveddu Jane frænku og komdu svo. Það var næstum kraftaverk hvernig honum tókst að ganga beint út um dyrnar. Carlotta fór á eftir honum. — Hver var maðurinn sem greip frammi og kallaði mig Jane frænku? spurði Jane. — Ég hafði ekki veitt honum athygli áður. — Þú skalt ekki taka mark á honum, elskan, sagði frú Widburn. — Hann var ákaflega efni- legur i skóla, þó maður eigi erfitt með að trúa því núna. Nú verðum við að fara. Þau fóru og Bryan Martin með þeim. — Jæja, M. Poirot? Hann brosti til hennar: — Eh bien, Lady Edgware ? — 1 guðs bænum kallið mig ekki þessu nafni. Lofið mér að gleyma þvi, ef þér eruð ekki sá mest harðbrjósta maður sem til er í Evrópu. — Néi, nei, ég er ekki harðbrjósta. Mér datt i hug að Poirot hefði drukkið of mikið kampavín. — Ætlið þér að þá að fara til mannsins míns ? Og fá hann til að samþykkja óskir mínar? — Ég skal fara og tala við hann, lofaði Poirot með varkárni. — Og ef hann neitar því — og það gerir hann áreiðanlega — viljið þér þá finna eitthvert gott ráð ? Það er sagt að þér séuð gáfaðasti maður- inn í Englandi, M. Poirot. 661. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 listastefna — 7 við- fangsefni dómara — 14 borða — 15 venju — 17 kvenmannsnafn — 18 sögn -— 20 hengi — 22 æðir — 23 skart — 25 hljóma — 26 samteng- ing — 27 forsetning — 28 framkoma — 30 reika —• 32 fangamark félags — 33 enskur titill -—■ 35 himinhvolf — 36 bur —; 37 húsdýrið — 39 flatarmál —- 40 næði —■ 42 holdug — 43 ein- kenni — 45 í hús — 46 ávítaði — 48 togaði — 50 tveir samstæðir —— 51 öndum — 52 greinir — 54 keyr — 55 ekki beint — 56 tónn — 58 enginn — 60 nema — 62 berja — 64 mannsnafn — 65 græðgi -— 67 bíta ■—• 69 ættarnafn -— 70 aurasál — 71 opið. Lóðrétt skýring: 1 flýta sér — 2 erfingi — 3 kemiskt efni, þf. — 4 tveir eins -—- 5 munur — 6 samkomuhús — 8 forfaðir — 9 = 32 lárétt — 10 óhreina -— 11 fornafn -— 12 ílát — 13 tötrana — 16 vinnu- félagar — 19 vörumerki — 21 hljóði — 24 hindruð -— 26 matur —• 29 ári — 31 hryggði — 32 hljóð — 34 illgjörn -—36 ógoldið fé — 38 biblíunafn — 39 samtenging — 40 bráðum — 41 ástundunar- samur— 42 tala — 44 landshlutann — 46 þrir eins — 47 líkamshluti — 49 skakkan — 51 titraði — 53 neitun — 55 björt — 57 risti — 59 afleiðslu- og beygingarending — 61 hraði -— 62 gap •— 63 refsa — 66 frumefnistákn ■—- 68 tvíhljóði. Lausn á 660. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1 óns — 4 kónguló — 10 kví — 13 rekk — 15 fóarn — 16 árin — 17 ótæru — 19 alt — 20 friða — 21 trana — 23 kunna — 25 andkanna- leg -—• 29 rá — 31 ii — 32 una — 33 L. S. ■— 34 óm ■— 35 æla — 37 rek —39 mas — 41 óma — 42 skrafs — 43 starir — 44 aum — 45 esa •— 47 ske — 48 ala — 49 rr — 50 er — 51 mók —• 53 rs — 55 dg. — 56 silkisokkar — 60 þokir — 61 lum- ar — 63 vafin — 64 tif ■— 66 rakin — 68 ærin — 69 manar •— 71 nagi —• 72 lin •— 73 klungur — 74 rat. Lóðrétt: 1 óró — 2 nett — 3 skæra — 5 óf — 6 nóa — 7 ^galinn — 8 urt — 9 ln — 10 kring — 11 viða — 12 Ina — 14 krani — 16 Árnes — 18 undirferlin — 20 fullsterkur — 22 ak — 23 K. A. — 24 fræsari — 26 auk — 27 nam — 28 smaragð -— 30 álkur — 34 ómild — 36 arm — 38 ess — 40 ask — 41 óra — 46 ami — 47 sko — 50 eikin —• 52 ósvinn — 54 sama — 56 sofin — 57 kr. — 58 kl. — 59 rakar — 60 þari — 62 Riga — 63 væl — 64 tau — 65 fag — 67 nit — 69 ml — 70 ru. —' Þegar þér talið um að ég sé harðbrjósta miðið þér við alla Evrópu, en þegar um gáfur er að ræða nefnið þér aðeins England. —. Ef þér fáið þessu framgengt, skal ég miða við allan heiminn. Poirot veifaði hendinni: — Madame, ég lofa engu. Af áhuga fyrri sálfræðinni skal ég reyna að fá viðtal við manninn yðar. — Sálgreinið hann eins mikið og yður lystir. Kannski það verði honum til góðs. En þér verðið að fá þessu framgengt — mín vegna. Ég verð að fá ástaræfintýrið mitt, Poirot. Hugsið yður hvílíka athygli það vekur, bætti hún við dreym- andi. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 5:. 1. Láttu úrið liggja lágrétt og eldspýtu standa á glerbrúninni við endann á vísinum. Snúðu svo úrinu þangað til skugginn af eldspýtunni fellur á vísirinn. Þá er suður nákvæmlega miðja vegu milli tölunnar 12 og púntsins sem eldspýtan stendur á. 2. Emily Bronte. 3. Haraldur blátönn. 4. Komið af flaumur = gleði. 5. Riga. 6. 24 eggjum. Ef hálf önnur hæna verpir hálfu öðru eggi á hálfum öðrum degi, verpa þrjár hænur þremur eggjum á sama tíma. Þess- vegna verpa sex hænur sex eggjum á hálfum öðrum degi, 12 eggjum á þrem dögum og 24 eggjum á sex dögum. 7. Þeir voru allir mjög auðugir. 8. Helgi Sigurðsson prestur á Setbergi og Mel- um (1815—1886), Sigurður Guðmundsson (1833—1874), Þórarinn B. Þorláksson (1867—1924). 9. Karat er upprunalega nafnið á hinum þurrk- aða kjarna Jóhannesarbrauðsins, sem menn notuðu í Suður-Afríku til að vega með gull og gimsteina. 10. 1 Kyrrahafinu, 695 enskar mílur vestur af Ecuador. BRÉFASAMBÖND Birting á nafni, aldri og heimilisfangi kostar 5 krónur. VIGDlS STEFÁN SDÓTTIR (við pilta 20—30 ára), FRlÐÁ ISAKSDÓTTIR (við pilta 17—21 árs), SIGURÐUR ISAKSSON (við stúlkur 10— 21 árs) og GUÐJÓN E. EIRlKSSON (við stúlk- ur 20—30 ára) öll til heimilis á Ási, Ásahreppi, Rang. — SÓLEY HALLDÓRSDÓTTIR (við pilt eða stúlku 20—30 ára) Dunhaga, Hörgárdal, Eyjafjarðarsýslu. — ÁSTÁ SVEINBJARNÁR- DÓTTIR (við pilta eða stúlkur 18—28 ára) Hús- mæðraskólanum Laugalandi, Eyjafirði. — SIG- RUN STEFÁNSDÓTTIR (við pilta 22—25 ára) Arnardrangi, Landbroti, V.-Skapt. — SIGUR- LAUG ÞORLEIFSDÓTTIR (við pilta 14—16 ára) Þykkvabæ, Landbroti, V.-Skapt. — RADDY ÓSKARS (15—19 ára) og UNNUR SIGURÐAR (14—18 ára), báðar í Þykkvabæ, Rang. — BÁRA EGILSDÓTTIR, HULDA KRISTJÁNSr DÓTTIR, MARlÁ HALLGRlMSDÓTTIR, SIG- RlÐUR ELlSDÓTTIR og GUÐBJÖRG STEF- ÁNSDÓTTIR (við pilta 16—18 ára), GUÐRlÐ- UR HAFLIÐADÓTTIR, ÁSTA JÓNSDÓTTIR og GUÐRlÐUR AUSTMANN (við pilta 17—19 ára) allar á Héraðsskólanum Reykjanesi, N.-lsafjarð- arsýslu. — ANDRÉS SIGURÐSSON, GUÐ- MUNDUR PÉTURSSON, HARALDUR VAL- STEINSSON og MAGNÚS ÞORSTEINSSON (við stúlkur 17—25 ára) allir á m/b Ásdísi G.K. 22, Hafnarfirði. — KRISTJÁN PÉTURSSON (við stúlkur 17—25 ára) m/b Hafdisi G.K. 20 og JENS PÉTURSSON (við stúlkur 17—25 ára) m/b Hafbjörg G.K. 7, Hafnarfirði. — GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR (Hafnarsbroti 41) og INGA HAFBERG Ránargötu 7, (við stúlkur eða pilta 17—21 árs) báðar á Flateyri. 14

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.